A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skólanefnd Grunnskóla og Tónskóla - 2. júní 2010

Fundur í Skólanefnd Grunn- og Tónskólans á Hólmavík haldinn í Grunnskólanum á Hólmavík klukkan 17:00, 2. júní 2010. Mættir Kristján Sigurðsson fráfarandi skólastjóri, Bjarni Haraldsson aðstoðarskólastjóri og verðandi skólastjóri, Hildur Guðjónsdóttir verðandi aðstoðarskólastjóri, Ingimundur Pálsson, Steina Þorsteinsdóttir, Jóhann Á. Gunnarsson, Sverrir Guðbrandsson, Ester Sigfúsdóttir formaður skólanefndar  og Gunnar Melsted fulltrúi kennara.

  • 1. Innra mat skólaárið 2010-2011 (Tilboð frá Menntamálaráðuneytinu um ráðgjöf við gerð innra mats. Taka þarf afstöðu fyrir 2. júní).
  • 2. Umsjónarkennsla og fyrirkomulag á kennslu ýmissa greina næsta haust.
  • 3. Auglýsing vegna lausra starfa.
  • 4. Stuðningur við nemendur með sérþarfir næsta skólaár.
  • 5. Bréf frá Gunnari Melsted þar sem hann tilkynnir uppsögn sína
  • 6. Önnur mál.

 

Ester setti fundinn og Kristján byrjaði að þakka fyrir samstarfið bæði sem skólastjóri og aðstoðarskólastjóri og heldur nú í námsleyfi.

 

1. Mál tekið fyrir sem varðar innra mat grunnskólans, Bjarni tilkynnti að hann hefði tilkynnt þátttöku okkar við verkefnið sem er okkur að kostnaðarlausu og samþykkir skólanefnd hana einróma.
 
2. Umsjónarkennsla og fyrirkomulag á kennslu ýmissa greina næsta haust. Farið yfir fylgiskjal og fyrirkomulagið útskýrt nánar og samþykkir skólanefnd það einróma.

 
3. Starfsmannaráðningar. Lögð fram auglýsing sem birt var í Fréttablaðinu 29. maí síðastliðinn, á strandir.is og strandabyggd.is og hún rædd, umsóknarfrestur er til 20. júní næstkomandi.

 

Kristján vék af fundi.

 

4. Varðandi þörf á stuðningi við nemendur með sérþarfir næsta skólaár. Bjarni útskýrði þörfina fyrir hann og vill Skólanefnd að sveitarstjórn tryggi að þeir nemendur sem á honum þurfi að halda fái hann. Lögð fram skýrsla frá stuðningsfulltrúa til kynningar.

 
5. Bréf frá Gunnari Melsted þar sem hann tilkynnir uppsögn sína. Gunnar segir upp vegna umsóknar hans um annað starf og óskar Skólanefnd honum velfarnaðar í því starfi og þakkar honum störfin hjá Grunnskólanum á Hólmavík.

 
6. Önnur mál.

a) Skólanefnd vill hvetja skólastjórnendur og nýja skólanefnd til endurskoðunar á eineltisáætlun skólans. Vilja nýir skólastjórar þá láta bóka að þeir hafi nú þegar hafið umræður og undirbúning við að afla upplýsingar um þær eineltisáætlanir sem viðkenndar eru í íslensku skólastarfi og unnið verður í nánu samstarfi við skólaumhverfið um að velja réttu leiðina fyrir Grunnskólann í þessum málaflokki.

  
b) Formaður Skólanefndar vill benda sveitastjórn á að senda nýja Skólanefnd á námskeið varðandi vinnu og skyldu nefndarinnar.

 
c) Skólanefnd vill skora á nýja sveitastjórn að efla þá góðu þjónustu sem veitt hefur verið í skólastarfinu og hún verði ekki skert.

 
d) Skólanefnd vil óska skólanum til hamingju og lýsa velþóknun sinni á þeim heiðri skólans að Grænfánanum sé nú flaggað við skólann.

 
e) Skólanefnd vill þakka nemendum Tónlistarskólans fyrir stór góða tónlistarhátíð og þakkar um leið kennurum Tónlistarskólans fyrir vel unninn störf og Kristjáni Sigurðssyni og Arnari S. Jónssyni fyrir gott starf í uppsetningu og umgjörð hennar.

 
f) Formaður Skólanefndar vil lýsa ánægu sinni með Galakvöld sem haldið var í samstarfi foreldra og nemenda í 8.-10. bekk  Þar mættu nemendur í sínu fínasta pússi og báru foreldrar þrírétta máltíð fyrir þau og að lokinni máltíð var stiginn dans.


g) Og að lokum vil Skólanefnd þakka ánægjulegt starf við skólastjórnendur, sveitarstjórn og sveitarstjóra á tímabilinu.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og hún samþykkt. Fundi slitið kl. 19:30.

 

Bjarni Ómar Haraldsson (sign)                     
Hildur Guðjónsdóttir (sign)

Ester Sigfúsdóttir (sign)                               
Jóhann Áskell Gunnarsson (sign)      
Ingimundur Pálsson (sign)                           
Sverrir Guðbrandsson  (sign)             

Steinunn Þorsteinsdóttir (sign)                     

Gunnar Melsted (sign)


ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 15. júní 2010.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón