A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefndarfundur 8. nóvember 2023

Fundargerð fræðslunefndarfundar, miðvikudaginn 8. nóvember 2023 í Hnyðju.

Fundardagskrá er svohljóðandi:
1. Menntastefna Vestfjarða
2. Ytra mat – erindi frá Menntamálastofnun
3. Farsímanotkun í grunnskólanum
4. Önnur mál
a. Starfsmannamál
b. Staðan í endurbyggingu grunnskólans.

Fundur fræðslunefndar Strandabyggðar haldinn í Hnyðju miðvikudaginn 8. nóvember 2023.
Fundur hófst 17:00 Mættir eru Þorgeir Pálsson formaður, Vignir Rúnar Vignisson, Valgeir Örn
Kristjánsson (kemur inn sem varamaður fyrir Guðfinnu Láru), Steinunn Magney Eysteinsdóttir sem
ritaði fundargerð, Guðjón Sigurgeirsson (kemur inn sem varamaður fyrir Heiðrúnu Harðardóttir).
Aðrir sem sitja fundinn eru Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Esther Ösp Valdimarsdóttir
fulltrúi foreldra grunn,- tón,- og leikskóla. Fulltrúi starfsmanna leikskóla Lína Þóra Friðbertsdóttir
mætti ekki. Fulltrúi ungmennaráðs er Jóhanna Rannveig Jánsdóttir (í síma fór 18:20). Kolbrún
Þorsteinsdóttir fulltrúi kennara grunn- og tónskóladeildar.

Umræða
1. Menntastefna Vestfjarða
Farið var yfir drög að menntasefnu Vestfjarða. Góð umræða spannst um stefnuma
og margar áleitnar spurningar komu fram. Formaður skráði þær og mun koma
þeim á framfæri til Vestfjarðastofu.

2. Ytra mat – erindi frá Menntamálastofnun
Farið yfir ytramatið og úrbætur sem hafa verið gerðar. Tildrög þessa erindis er
póstur frá Menntamálastofnun þar sem kallaðð var eftir uppfærslu á
umbótaáætlun. Skólastjóri staðfesti að búið væri að gera umbeðna uppfærslu og
senda til stofnunarinnar.

3. Farsímanotkun í grunnskólanum
Nefndin ræðir hvort eigi að setja reglur um farsímanotkun í grunnskólanum.
Skiptar skoðanir eru um málið og þá hvort eigi að banna alfarið notkun eða skerpa
á reglum. Umræðu verður haldið áfram með stjórnendum og starfsfólki skólans.

4. Önnur mál

a. Starfsmannamál
Formaður og skólastjóri fóru yfir starfsmannamálin í skólunum miðað við
stöðuna í dag. Formaður benti á hversu mikilvægt það er, að það hefur að
manna stöður. Án mönnunar væri erfitt eða ógerlegt að bjóða viðkomandi
þjónustu. Starfsmenn og stjórnendur sveitarfélagsins hafa unnið að þvi
lengi að auglýsa og leita eftir starfskrafti í lausar stöður og nú hefur loksins
náðst stöðugleiki.

b. Staðan í endurbyggingu grunnskólans. Formaður fór yfir stöðu mála og
ræddi þá verkþætti sem lokið er og þá sem eru framundan. Fram kom
ánægja með þróun mála og benti formaður sérstaklega á velheppnaða
breytingu á skólanum með nýjum gluggum og hvatti nefndarmenn tila ð
gera sér ferð og skoða.

Fundi slitið 18:47

Formaður og fundarritari gengu frá fundargerð, sem verður send til rafrænnar
staðfestingar



Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón