A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frćđslunefnd - 20. sept. 2010

Fundur haldinn í Fræðslunefnd Strandabyggðar á skrifstofu sveitarfélagsins þann 20. September 2010 og mættir eru Steinunn Þorsteinsdóttir, Snorri Jónsson, Sigurrós Þórðardóttir, Guðrún Guðfinnsdóttir, Hlíf Hrólfsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Katla Kjartansdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir og Salbjörg Engilbertsdóttir sem ritar fundagerð.  

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

 
Leikskólamál:

 

1. Starfsmannamál.
Engin umsókn hefur borist um stöðu leikskólastjóra sem auglýst er laus frá 1. október og er nefndin sammála því að nauðsynlegt sé að auglýsa strax aftur og þá víðar. Tvær stöður þarf síðan að auglýsa á leikskólanum frá desember en Þuríður Friðriksdóttir og Hólmfríður Eysteinsdóttir hafa sagt starfi sínu lausu. Mögulega þarf að leita tímabundinna lausna uns leikskólastjóri fæst.


2. Önnur mál.
a) Fram kom í máli leikskólastjóra að tvö börn séu á biðlista. Rætt var um vistunarreglur og fl. Fram kemur í starfsleyfi leikskólans, að þar sé reiknað með að minnsta kosti 3 fermetrum pr. Barn og er leikskólinn því fullsetinn skv. því.
b) Þar sem þetta er síðasti fundur Guðrúnar þakkar fræðslunefnd henni fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.

 
Nú kl. 16.45 mættu Kristinn Schram, Bjarni Ómar, Stefán Jónsson.

 

Sameiginleg mál:

 

3. Boðskort á eineltisfund.
Borist hefur boðsbréf á borgarafund um einelti sem haldinn er víða um land á vegum Heimila og skóla og fleiri aðila. Nú þegar hefur verið ákveðið að eineltisteymi grunnskólans muni sækja fundinn í Borgarnesi 21. október n.k. Mögulegt er að fleiri áhugasamir muni sækja fundinn og verður það auglýst nánar fljótlega. Rætt var um gagnsemi eineltisáætlunar og jafnframt að áhugavert sé að gera eineltisáætlun fyrir sveitarfélagið í heild sinni og þá jafnvel sameiginlegt eineltisteymi fyrir sveitarfélagið. Í framhaldi af þessari umræðu var rætt um sérfræðiaðstoð t.d. félagsráðgjafa sem erfitt sé að fá á þessu svæði og er fræðslunefnd sammála um að beina því til sveitarstjórnar hvort mögulegt sé að athuga það mál í stærra samhengi og þá jafnvel í samvinnu við fleiri nágrannasveitarfélög.

 

Nú véku fulltrúar leikskólans af fundi. kl. 17.30

 

Grunnskóla- og Tónskólamál:

 

4. Starfsmannastefna lögð fram til samþykktar. 
Fræðslunefnd samþykkir starfsmannastefnu skólans einum rómi.


5. Stefna Grunnskólans lögð fram til samþykktar.
Fræðslunefnd samþykkir stefnu grunnskólans.


6. Húsnæði og aðstaða til tónskólakennslu. 
Fram kom að húsnæði tónskólans sé löngu sprungið og  að ítrekað eru árekstrar í kennslustofu tónskólans þar sem nú er nýtt form á heimilisfræðikennslu og er hún oft á sama tíma og skipulagðir tónlistartímar.  Eins er erfitt að kenna á hávaðasöm hljóðfæri í næstu stofu við aðra kennslu.  Rætt var fram og aftur um lausnir og besta lausnin sé laus skólastofa sem hægt sé að setja niður fyrir ofan skólann og verði þá nýtt sem bráðabirgðarými fyrir tónskólann en sem er þó jafnframt í nánum tengslum við skólann.  Mögulegt er einnig að færa heimilsfræðikennsluna að hluta til upp í félagsheimili.  Fræðslunefnd mælir með að fenginn verði sérfræðingur til að gera áætlun um kostnað við mismunandi lausnir á stækkun grunnskólans.


7. Verklagsreglur v/eineltisáætlunar grunnskólans. 
Rætt var um hvernig eineltisteymið eigi að bregðast við ýmsum atriðum sem geta komið upp á í þeirra vinnu.  Tillaga fræðslunefndar er að bæta við í verklagsreglur teymisins að kalla skuli til álits óháðs fagaðila ef um vanhæfi nefndarmanna er að ræða.  Fræðslunefnd hvetur sveitarstjórn til að taka á þessu máli sem fyrst. Ef fram kemur ásökun um vanhæfni nefndarmanns skal það gert með skriflegum rökstuðningi og skal fræðslunefnd taka afstöðu til þess um hvort um vanhæfi er að ræða.

 

8. Starfsmannamál. 
Ákveðið er að leggja fram ánægjukönnun fyrir starfsmenn skólans þriðjudaginn 21. September n.k. og verður niðurstaða kynnt á næsta fundi sem haldinn verður fljótlega.


9. Önnur mál. 
Bjarni opnaði umræðu um að ráða forfallakennara þar sem mikið er um að kennarar séu í námi eða frá vegna annara anna.

 

Fleira ekki fyrir tekið fundi slitið kl. 19.00

 

 

Salbjörg Engilbertsdóttir(sign)            Steinunn Þorsteinsdóttir (sign)

Snorri Jónsson (sign)                           Katla Kjartansdóttir (sign)

Ingibjörg Sigurðardóttir (sign)            Guðrún Guðfinnsdóttir (sign)

Bjarni Ómar Haraldsson (sign)           Hlíf Hrólfsdóttir (sign)

Stefán Jónsson (sign)                          Sigurrós Þórðardóttir (sign)

Kristinn Schram (sign)                        Ingibjörg Valgeirsdóttir (sign)

ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 5. okt. 2010.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón