A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar - 5. okt. 2010

Þann 5. október 2010 var haldinn fundur nr. 1168 í sveitarstjórn Strandabyggðar. Hann var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hafnarbraut 19 á Hólmavík og hófst kl. 18:15. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar setti fundinn, bauð fundarmenn hjartanlega velkomna og stjórnaði fundi. Auk hans sátu fundinn Jón Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Katla Kjartansdóttir og Bryndís Sveinsdóttir sveitarstjórnarmenn. Einnig sat fundinn Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð. Á dagskrá voru eftirtalin mál:

 • 1. Skýrsla sveitarstjóra
 • 2. Aðalskipulag Strandabyggðar árin 2010-2022
 • 3. Endurnýjuð umsókn frá Elísabetu Pálsdóttur og Sævari Benediktssyni frá maí 2007, um kaup á gamla vatnstankinum á Hólmavík, dags. 10. sept 2010
 • 4. Erindi frá Valgeiri Erni Kristjánssyni um leigu á Kópnesbraut 13, dags. 26. sept. 2010
 • 5. Erindi frá Matthíasi Lýðssyni um nafngift á veginum yfir Arnkötludal, dags. 15. sept. 2010
 • 6. Erindi frá Sólveigu Hjálmarsdóttur um losun á snjó og gróðursetningu á bletti fyrir ofan Lækjartún 23, dags. 15. sept. 2010.
 • 7. Flutningur á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, erindi dags. 4. okt. 2010
 • 8. Fjárframlög Héraðsnefndar Strandasýslu til Héraðsbókasafns, erindi lagt fram til kynningar, dags. 17. sept. 2010
 • 9. Málefni Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, erindi lagt fram til kynningar, dags. 22. september 2010
 • 10. Kynning á fundargerð aðalfundar Fiskmarkaðarins, dags. 23. sept. 2010
 • 11. Kynning á fundargerð aðalfundar Sorpsamlags Strandasýslu, 23. sept. 2010
 • 12. Minnisblað frá Jóni Jónssyni um Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. okt. 2010
 • 13. Fundargerðir Bygginga-, umferðar- og skipulagsnefndar, dags. 27. sept. og 4. okt. 2010
 • 14. Fundargerð Fræðslunefndar, dags. 20. sept. 2010
 • 15. Fundargerð Félagsmála- og jafnréttisnefndar dags. 21. sept. 2010
 • 16. Fundargerð Landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar, dags. 28. sept. 2010
 • 17. Fundargerð Menningarmálanefndar, dags. 4. okt. 2010

Þá var gengið til dagskrár.

 

1. Skýrsla sveitarstjóra

Í skýrslu sveitarstjóra kemur fram að formaður Byggingar- umferðar og skipulagsnefndar hafi sótt samráðsfund sveitarfélaga og Skipulagsstofnunar fyrir hönd Strandabyggðar og verða niðurstöður kynntar á fundi nefndarinnar.

 

Sveitarstjórn fundaði 15. september 2010 með fulltrúum frá Byggðastofnun þar sem gerð var lausleg greining á stöðunni í Strandabyggð, styrkleikum sveitarfélagsins, veikleikum, ógnunum og tækifærum. Byggðastofnun mun í vetur vinna að skýrslu um þessa þætti í sveitarfélögum sem búa við viðvarandi fólksfækkun og leita eftir tillögum um hvað hægt er að gera til að sporna gegn þeirri þróun. Sveitarstjórn samþykkir að safna saman frekari hugmyndum og tillögum frá íbúum Strandabyggðar og senda Byggðastofnun.  

 

Aðalfundur Fiskmarkaðar Hólmavíkur og aðalfundur Sorpsamlags Strandasýslu voru báðir haldnir 23. september 2010. Nýr fulltrúi Strandabyggðar í stjórn Fiskmarkaðarins er Matthías Lýðsson og nýjir fulltrúar í stjórn Sorpsamlagsins eru Ásta Þórisdóttir og Jón Gísli Jónsson. Fundargerðir aðalfundanna voru lagðar fram á sveitarstjórnarfundinum til kynningar. 


Héraðsnefnd Strandasýslu hefur skipað Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur, Strandabyggð, og Aðalbjörgu Óskarsdóttur, Kaldrananeshreppi, í barnaverndarnefnd Strandasýslu og Húnaþings Vestra.  Varamenn eru Bryndís Sveinsdóttir, Strandabyggð, og Guðbjörg Hauksdóttir, Kaldrananeshreppi.

 

Fundur um flutning málefna fatlaðra frá ríki yfir til sveitarfélaga var haldinn á Reykhólum 27. september 2010. Jóhanna Hreinsdóttir, fulltrúi Strandabyggðar í samráðshóp um flutninginn og sveitarstjóri Strandabyggðar sátu fundinn.  Niðurstaða fundarins var tillaga sem kynnt var síðar á sveitarstjórnarfundinum um stofnun sameiginlegrar félagsmálanefndar í Árneshreppi, Kaldrananeshreppi, Strandabyggð og Reykhólahreppi og ráðningu starfsmanns.

 

Jón Jónsson varaoddviti var fulltrúi Strandabyggðar á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga og sat einnig aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga.  Á sveitarstjórnarfundinum var lagt fram minnisblað með yfirliti yfir stærstu málin á þessum vettvangi. 

 

Auglýst er í annað sinn eftir leikskólastjóra við leikskólann Lækjarbrekku á Hólmavík og rennur umsóknarfrestur út 11. október n.k. Guðrún Guðfinnsdóttir lét af störfum 1. október og er þakkað kærlega fyrir hennar störf.  Fullmannað er á báðum deildum leikskólans og verður reynt að tryggja að daglegt starf muni ekki raskast vegna þessa. 

 

2. Aðalskipulag Strandabyggðar árin 2010-2022

Eftir umræðu um aðalskipulag Strandabyggðar 2010 - 2022 er afgreiðslu frestað og vísað til næsta sveitarstjórnarfundar til frekari umfjöllunar. Oddvita er falið að undirbúa svör vegna athugasemda við aðalskipulag.

 

3. Endurnýjuð umsókn frá Elísabetu Pálsdóttur og Sævari Benediktssyni frá maí 2007, um kaup á gamla vatnstankinum á Hólmavík, dags. 10. sept 2010.

Sveitarstjórn þakkar Elísabetu Pálsdóttur og Sævari Benediktssyni fyrir umsóknina um kaup á gamla vatnstankinum en hafnar erindinu. Sveitarstjórn hefur ekki tekið ákvörðun um framtíð gamla vatnstanksins á Hólmavík að svo stöddu, en fyrir liggur að taka ákvörðun fljótlega.   

 

4. Erindi frá Valgeiri Erni Kristjánssyni um leigu á Kópnesbraut 13, dags. 26. sept. 2010.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að ræða við Valgeir Örn Kristjánsson um  leiguskilmála.

 

5. Erindi frá Matthíasi Lýðssyni um nafngift á veginum yfir Arnkötludal, dags. 15. sept. 2010.
Sveitarstjórn fagnar áskorun Matthíasar Lýðssonar og samþykkir að beita sér fyrir að samgönguyfirvöld noti framvegis nafnið Arnkötludalsvegur eða vegur um Arnkötludal.

 

6. Erindi frá Sólveigu Hjálmarsdóttur um losun á snjó og gróðursetningu á bletti fyrir ofan Lækjartún 23, dags. 15. sept. 2010.

Sólveigu Hjálmarsdóttur er þakkað frumkvæði og áhugi á að rækta upp blett fyrir ofan lóðina að Lækjartúni 23. Sveitarstjórn getur því miður ekki samþykkt að hætta losun á snjó á blettinum vegna aukins kostnaðar sem það hefði í för með sér. Sveitarstjórn  leggur til að skoðað verður hvernig unnt er að snyrta svæðið í samráði við íbúa að Lækjartúni 23. 


7. 
Flutningur á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, erindi dags. 4. okt. 2010.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu fulltrúa úr sveitarstjórnum og félagsmálanefndum sveitarfélaga á Ströndum og Reykhólahreppi um stofnun sameiginlegrar félagsmálanefndar Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Strandabyggðar og Reykhólahrepps og geri samning um samstarf og ráðningu á sameiginlegum starfsmanni.  Félagsmálanefndin samanstandi af 5 fulltrúum: 1 frá Árneshreppi, 1 frá Kaldrananeshreppi, 2 frá Strandabyggð og 1 frá Reykhólahreppi. Með sameiginlegri félagsmálanefnd og ráðningu starfsmanns verði til eitt þjónustusvæði í fyrrnefndum sveitarfélögum og formleg félagsþjónusta. Í framhaldi yrði stofnað byggðarsamlag um málefni fatlaðra á Vestfjörðum sem er liður í flutningi málefna fatlaðra frá ríki yfir til sveitarfélaga. Fyrsta verkefni sameiginlegrar félagsmálanefndar er að samræma reglur um störf nefndarinnar og reglur um þjónustu sem sveitarfélögin veita.  

 

8. Fjárframlög Héraðsnefndar Strandasýslu til Héraðsbókasafns, erindi lagt fram til kynningar, dags. 17. sept. 2010

Erindi um fjárframlög Héraðsnefndar Strandasýslu til Héraðsbókasafns Strandasýslu lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn Strandabyggðar fer fram á að Héraðsnefnd Strandasýslu komi saman til aðalfundar sem fyrst og felur sveitarstjóra að kalla eftir afriti af samþykktum, ársreikningum og síðustu fundargerðum hjá framkvæmdarstjóra Héraðsnefndar.   

 

9. Málefni Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, erindi lagt fram til kynningar, dags. 22. september 2010.

Erindi frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir fundi með forstjóra Heilbrigðistofnunar Vesturlands á næstu misserum.

 

10. Kynning á fundargerð aðalfundar Fiskmarkaðarins, dags. 23. sept. 2010.

Varaoddviti Jón Jónsson fulltrúi Strandabyggðar á aðalfundi Fiskmarkaðs  Hólmavíkur 2010 kynnti fundargerð fundarins.

 

11. Kynning á fundargerð aðalfundar Sorpsamlags Strandasýslu, 23. sept. 2010

Jón Gísli Jónsson oddviti og nýr fulltrúi Strandabyggðar í stjórn Sorpsamlags Strandasýslu kynnti fundargerð aðalfundar Sorpsamlagsins 2010.

 

12. Minnisblað frá Jóni Jónssyni um Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. okt. 2010.

Jón Jónsson varaoddviti og fulltrúi Strandabyggðar á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga og aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga lagði fram minnisblað til kynningar með yfirliti yfir helstu verkefni.

 

13. Fundargerðir Bygginga-, umferðar- og skipulagsnefndar, dags, 27. sept. og 4. okt. 2010.

Sveitarstjórn Strandabyggðar þakkar íbúum fyrir fjölmargar ábendingar varðandi umferðaröryggi á Hólmavík. Samantekt um umferðarsamþykkt Hólmavíkur er vísað til lögreglunnar á Hólmavík og Vegagerðarinnar til umsagnar. Afgreiðslu fundargerðarinnar frestað.  

 

14. Fundargerð Fræðslunefndar dags. 20. sept. 2010

Fundargerð Fræðslunefndar frá 20. september lögð fram til samþykktar. Vegna liðar nr. 4  leggur sveitarstjórn til að upptalningu á stöðuheitum í starfsmannastefnu sé sleppt. Vegna 6. liðar fundargerðarinnar mælir sveitarstjórn með að fengnir verða sérfræðingar til að kanna möguleika á lausnum varðandi rými og nýtingu á húsnæði fyrir Grunn- og Tónskólakennslu. Sveitarstjórn leggur til varðandi lið 7 að fengið verði álit Guðjóns Ólafssonar sérkennslufræðings um verklagsreglur eineltisteymisins og eineltisáætlunar Grunn- og Tónskóla Hólmavíkur. Að öðru leyti er fundargerð samþykkt.

 

15. Fundargerð Félagsmála- og jafnréttisnefndar dags. 21. sept. 2010.

Fundargerð Félagsmála- og jafnréttisnefndar dags. 21. sept. 2010 lögð fram til samþykktar. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

16. Fundargerð Landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar, dags. 28. sept. 2010.

Lögð var fram til samþykktar fundargerð Landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar dags. 28. september 2010. Sveitarstjórn tekur ekki afstöðu til liðar 2 fyrr en kostnaður liggur fyrir. Vegna liðar 3 skipar sveitarstjórn Hafdísi Sturlaugsdóttur og Jón Stefánsson sem fulltrúa Strandabyggðar í búfjáreftirlitsnefnd og Jóhann Lárus Jónsson og Bryndísi Sveinsdóttur sem varamenn. Samráð verður haft við Kaldrananeshrepp um störf nefndarinnar. Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

17. Fundargerð Menningarmálanefndar, dags. 4. okt. 2010

Fundargerð Menningarmálanefndar frá 4. október 2010 lögð fram til samþykktar. Katla Kjartansdóttir vék af fundi þegar rætt var um lið 1, erindi Þjóðfræðistofu varðandi lista og fræðimannaíbúð. Sveitarstjórn fagnar framtakinu og samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 150.000. Styrkurinn er greiddur út við skil áfangaskýrslu þegar verkefnið hefur staðið í þrjá mánuði. Fundagerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

 

Fundargerð lesin upp og hún samþykkt samhljóða. Fundi slitið kl. 22:55.

 

Jón Gísli Jónsson (sign)                 
Bryndís Sveinsdóttir (sign)

Katla Kjartansdóttir (sign)                            
Ásta Þórisdóttir (sign)

Jón Jónsson (sign)

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón