A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis og skipulagsnefnd - 9. júlí 2018


Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  mánudaginn  9. júlí  2018,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundinn sátu:  Eiríkur Valdimarsson formaður,  Jón Jónsson, Hafdís Sturlaugsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir, Ásta Þórisdóttir, Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

  1. Brekkusel

Erindi frá Sævari Benediktssyni þar sem hann sækir um stöðuleyfi fyrir hús á lóðinni við Brekkusel.  Húsið verður staðsett 4 metra frá norðvesturhorni sumarhússins og  snýr í vestur.

 

Afgreiðslu erindisins frestð. Óskað er eftir frekari upplýsingu frá umsækjanda um fyrirhugaða notkun hússins, stærð þess og afstöðu miðað við sumarhúsið Brekkusel.

 

  1. 2.      Fell

Fyrirspurn frá Tjalling Willem Bos, eiganda jarðarinnar Fells, um hvort heimilt sé að hefja framkvæmdir við nýtt skógræktarsvæði á Felli eða hvort sækja þurfi um framkvæmdaleyfi.  Skógræktarsvæðinu hefur verið breytt frá fyrri umsókn vegna fornminja sem eru á hluta jarðarinnar.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að skógræktaráformin þurfi ekki framkvæmdaleyfi þar sem skógræktarsvæðið er innan við 200 hektara.  Nefndin vill hinsvegar benda sveitarstjórn á að Minjastofnum telur, samkvæmt bréfi dagsettu 9. júli 2018, nauðsynlegt að skoða óræktaða svæðið (syðra svæðið) og meta hvort nauðsynlegt sé að gera þar fornleifaskráningu.  Jafnframt vill nefndin benda sveitarstjórn á grein í kafla 6.3, land til ræktunar, í nýsamþykktu svæðisskipulagi Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar varðandi skógrækt á ræktarlandi.

 

  1. 3.      Ágengar plöntur

Erindi frá Hafdísi Sturlaugsdóttur varðandi ágengar plöntur í Strandabyggð.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd hvetur sveitarstjórn til að halda hið fyrsta almennan fund með íbúum sveitarfélagsins um ágengar plöntur og aðgerðir til að halda þeim í skefjum.  Jafnframt er sveitarstjórn hvött til að hefja nú þegar aðgerðir til að útrýma skógarkerfli.

 

  1. 4.      Arngerðareyri og Laugaból

Erindi frá Arngerði Jónsdóttur þar sem hún leggur fram landnýtingaráætlun fyrir jarðirnar Arngerðareyri og Laugaból fyrir landeigendur.  Áætlunin er send skipulagsnefnd Strandabyggðar sem einn forsenduliður við endurskoðun aðalskipulags Strandabyggðar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

  1. 5.      Aðalskipulag, óveruleg breyting

Kynnt bréf Skipulagsstofnunar vegna afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar og sveitarstjórnar á óverulegri breytingu á aðalskipulagi Strandabyggðar sem samþykkt var í apríl s.l.

 

Byggingarfullltrúa falið að fara yfir bréf Skipulagsstofnunar og koma með tillögu að afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

 

  1. 6.      Borgabraut 37

Lagðar fram aðalteikningar af sumarhúsi sem Þorkell Jóhannsson hyggst reisa við Borgabraut 37.  Teikningarnar eru unnar hjá verkfræðistofunni Eflu hf.

 

Erindið samþykkt.

 

  1. 7.      Umferðaröryggi

Erindi, frá Berki Vilhjálmssyni, sem snýr að öryggi vegfarenda við Hafnarbraut.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd fagnar ábendingum Barkar og telur nauðsynlegt að taka upp að nýju vinnu við umferðarsamþykkt fyrir sveitarfélagið sem hafin var vinna við árið 2010.  Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að fara fram á aukna löggæslu á Hafnarbraut.

 

  1. 8.      Önnur mál

a)      Finna Hótel.

Erindi frá Finna Hótel þar sem óskað er eftir heimild til að setja hurð í stað glugga á suðaustur hlið á kjallara hússins að Borgabraut 4.

 

Erindið samþykkt.

 

b)     Erindisbréf.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að unnið verði erindisbréf fyrir nefndina.

 

 

 

 

Eiríkur Valdimarsson

Jón Jónsson

Hafdís Sturlaugsdóttir

Hafdís Gunnarsdóttir

Ásta Þórisdóttir

Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón