A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd fundur 8. febrúar 2024

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 8. febrúar 2024, kl. 17:00. Að Hafnarbraut 25, á Hólmavík.
Fundinn sátu: Matthías Sævar Lýðsson formaður, Þröstur Áskelsson, Ragnheiður Hanna Gunnarsdóttir, Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir, Börkur Vilhjálmsson og Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi sem ritar fundargerð.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Umsókn um stöðuleyfi fyrir tímabundinni hraðhleðslustöð við Galdrasafnið – Orkubú Vestfjarða.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Strandabyggðar að
veitt verði stöðuleyfi fyrir hraðhleðslustöð að vestan verðu við Galdrasafnið, að
hámarki eitt ár.

2. Umsókn um byggingarleyfi að Skeiði 6 – Björgunarsveitin Dagrenning.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Strandabyggðar að
umsókn björgunarsveitarinnar Dagrenningar um byggingarleyfi á Skeiði 6,
verði samþykkt og því vísað til sveitarstjórnar að taka ákvörðun um
niðurfellingu gjalda.

3. Verndarsvæði í byggð – Rannsóknarsetur HÍ á Ströndum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd er sammála að Hólmavíkurkirkja sé innan verndarsvæðis. Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir að gerðar verði tvær til þrjár tillögur um lagningu aðalbrautar um Bröttugötu upp á Borgabraut og tengingu
Kópnesbrautar.

Ættu lóðirnar fyrir Hólmadrang, sláturhúsið og Hlein að vera hluti af verndarsvæði eða ætti að hafa þær byggingar undanskildar?
Um þetta eru skiptar skoðanir í nefndinni.

Ætti verkstæðishúsið við Skjaldbökuslóð að vera hluti af verndarsvæðinu?
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggst gegn því.

Hvað með lóðir og nýbyggingar, er áhugi á slíku í gamla bænum?
Ef þær falla að þeim skilmálum sem gerðir verða.

Er of langt eða skammt gengið varðandi skilmála í þessum hugmyndum? Ætti að nota tilmæli meira eða minna?
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að skilmálarnir séu hófstilltir og frekar ætti að nota tilmæli en tilskipanir.

4. Grenndarkynning Víkurtúns 19-25.

Grenndarkynningu lauk 20 janúar 2024 og barst ein athugasemd. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að málsmeðferð sveitarfélagsins hafi verið lögum samkvæmt og með réttum hætti. Umhverfis- og skipulagsnefnd felst ekki á þessar athugasemdir og vill benda bréfriturum á að í fyrri grenndarkynningu síðastliðið ár, hafi skipulagi lóðar verið breytt í samræmi við óskir nágranna. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela byggingarfulltrúa að vinna málið áfram með lóðarhafa.

5. Kvíslatunguvirkjun, framkvæmdartímalína til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

6. Aðalskipulagsbreyting vegna Víkurtúns og Kópnesbrautar til samþykktar eftir auglýsingu, sbr. 1. mgr. 32. gr. Skipulagslaga.

Tillaga að breytingu Aðalskipulags Strandabyggðar 2010-2022, stækkun íbúðarbyggðar á Hólmavík var auglýst með athugasemdarfresti til 28. desember 2023. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Vegagerðinni og gerði hvorug stofnunin athugasemd við breytinguna.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingartillöguna, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga og senda Skipulagsstofnun til staðfestingar.

7. Deiliskipulag Skeljavíkur – frístundabyggð til samþykktar eftir auglýsingu sbr.3. mgr. 41. gr. skipulaga. 

Auglýsingartíma tillögu lauk 28. desember 2023. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða var athugasemd varðandi hreinsivirki fráveitu. Brugðist hefur verið við henni með skýrari umfjöllun og rökstuðningi í greinargerð. Ekki bárust aðrar umsagnir eða athugasemdir.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingartillöguna, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Skipulagsfulltrúi sendir deiliskipulagið til Skipulagsstofnunar sbr. 1. Mgr. 42. gr. skipulagslaga.

Önnur mál.

Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi gáma á tanganum?

Fundi slitið kl 19:05

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón