A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd fundur 20.júní 2022

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 20 júní 2022, kl. 17:00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, á Hólmavík.
Fundinn sátu: Matthías Sævar Lýðsson formaður, Ragnheiður Hanna Gunnarsdóttir, Þröstur Áskellson, Atli Már Atlason, Valgeir Örn Kristjánsson og Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi og ritaði hann fundargerð.


Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Umsókn um lóð að Borgabraut

Engin lóð er til að staðar að Borgabraut að svo stöddu, umsækjanda er bent á að skoða lóðir í Skeljavík, skipulagsfulltrúa er falið að vera umsækjanda til ráðgjafar.


2. Umsókn um niðurrif að Þórustöðum í Bitrufirði

Umhverfis- og Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.


3. Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna borana á vinnslu- og rannsóknarholum við Nauteyri.

Sótt er um framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 6. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 vegna borunar á vinnsluholum eftir heitu vatni við Nauteyri.

Fyrirhugaðar vinnsluholur verða um 500 m djúpar og fyrirhugaðar rannsóknarholur verða um 100 m djúpar. Borstæðið er malarfylltur púði sem er 15x10m eða 150 m2 að flatarmáli.

Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur kynnt sér umsókn Háafells ehf. og telur fylgigögn (dags. 9.6.2022) fullnægjandi og er framkvæmdin í samræmi við aðalskipulag Strandabyggðar 2010-2022 og gildandi deiliskipulag svæðisins.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn Háafells ehf. vegna borunar á vinnsluholum eftir heitu vatni við Nauteyri verði samþykkt og að jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að gefa út leyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því til framkvæmdaraðila að vegstæðið að rannsóknarholu raski ekki árbakka og tryggi að ekki verði mengun í ánni. Á syðra svæðinu vex sjaldgæf planta, Naðurtunga og gæta þarf að vaxtarsvæði hennar verði ekki spillt við framkvæmdir.

 

4. Tillaga um gerð göngustígs frá íbúabyggð út á Skeljavíkurgrundir. Tillaga frá Jóni Sigmundssyni: „Lagt er til að sveitarfélagið hefji strax í sumar, í tengslum við vinnuskólann sé þess kostur, vinnu við að gera göngustíg frá íbúðabyggð út á Grundir, þannig að þeir sem sækja íþróttir á núverandi og framtíðaríþróttasvæði Strandabyggðar, geti gengið alla leið með öruggum hætti, frá allri bílaumferð.” Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og vísar málinu til US nefndar og tengingar í aðalskipulagsgerð.

Rætt var um tvær leiðir, önnur frá botni Lækjartúns að brú að Hvítá meðfram vegi. Hin frá botni Lækjartúns niður með Lækjartúni yfir Kálfaneslæk meðfram sjónum að Hvítá. Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að láta meta framkvæmdarkostnað við báðar leiðir.


5. Tillaga um gerð göngustígs af Borgabraut að leikskóla. Tillaga frá Jóni Sigmundssyni: „Lagt er til að gerður sé viðunandi göngustígur af Borgabraut niður að leikskólanum Lækjarbrekku sem fyrst, til öryggis og þæginda fyrir íbúa.“ Málinu vísað til Umhverfis- og skipulagsnefndar til undirbúnings

Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur undir erindið en óskar eftir frekari útfærslu til að geta tekið afstöðu í málinu.

Önnur mál

a. Girðingar, gámar, bílhræ og fleira sem hefur lokið sínum líftíma í Strandabyggð.

Umhverfis- og skipulagsnefnd hvetur sveitarstjórn til að taka umræðu um hvað er til bóta í þessum efnum.

b. Erindi frá Arnkötlu varðandi skúlptúraslóð, dagsett 13 júní 2022.

Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að taka jákvætt í erindið.

c. Nýr inngangur í félagsmiðstöð, lagt fram til kynningar.


Fundi slitið kl 18:39

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón