A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Landbúnaðarnefnd - 14. apríl 2008

Fundur haldinn í Landbúnaðarnefnd mánudaginn 14. apríl 2008 á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00. Mættir voru fundarmennirnir Drífa Hrólfsdóttir sem setti fundinn og stjórnaði honum, Sverrir Guðbrandsson, Jón Stefánsson og Marta Sigvaldadóttir. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

1. Sauðfjárvarnargirðingar í Strandabyggð.
2. Tilhögun refa- og minkaveiða 2008.
3. Skýrsla nefndar um refa- og minkaveiðar á Vestfjörðum.
4. Önnur mál.

Þá var gengið til dagskrár.

1. Sauðfjárvarnargirðingar í Strandabyggð. 
Girðingunni úr Steingrímsfirði hefur ekki verið viðhaldið sl. tvö ár og er ekki fjárheld. Þá er girðingin sem liggur frá Bitru yfir í Gilsfjðrð mjög léleg og nauðsynlegt að gera hana fjárhelda hið fyrsta enda fyrsta varnargirðingin inn á Vestfirði. Þá álítur nefndin einnig nauðsynlegt að girðingum fyrir vestan, þ.e. frá Steingrímsfirði yfir í Þorskafjörð og Ísafirði yfir í Kvígindisfjörð, verði viðhaldið, enda um mikilvægt líflambasvæði að ræða.  Samþykkt var samhljóða að senda landbúnaðarráðherra yfirlýsingu þess efnis og er sveitarstjóra falið að senda erindið ásamt eldri gögnum.

2. Tilhögun refa- og minkaveiða 2008. 
Á síðasta ári gengdu eftirfarandi aðilar grenjavinnslu fyrir Strandabyggð:

Indriði Aðalsteinsson            Mórilla/Ísafjarðará.
Magnús Steingrímsson        Selá/Grjótá.
Þorvaldur G. Helgason         Grjótá/Hrófá.
Ragnar Bragason                  frá Hrófá að Forvaða.
Torfi Halldórsson                   Forvaða/ Ennisháls.
Þorvaldur G. Helgason         Ennishálsi/Þambárvelli.
Magnús Sveinsson               Þambárvelli

Tillaga er gerð til sveitarstjórnar um að sömu aðilar verði áfram árið 2008. 

3. Skýrsla nefndar um refa- og minkaveiðar á Vestfjörðum. 
Lögð er fram skýrsla þar sem unnin var fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga um tilhögun refa- og minkaveiðar á Vestfjörðum. Nefndin fagnar tillögum nefndarinnar en gerir eftirfarandi tillögur um breytingar:
A) Greiðslur vegna grenjaleitar í fylgiskjali 1. séu óraunhæfar og þurfi að endurskoða. Betra sé að greiða tímakaup ásamt aksturspening fyrir vinnsluna líkt og verið hefur undanfarna áratugi og 4. liður falli þar með út. Að öðru leyti eru tillögur í fylgiskjölum 1 til 3 samþykktar. 

4. Önnur mál. 
Ítrekuð er beiðni til Héraðsnefndar um endurskoðun á fjallskilareglugerð Strandasýslu sem og hvað gera skuli varðandi leitarsvæði sem fjárlaust er að stærstum hluta líkt og í Ísafjarðardjúpi.

Fundargerð send fundarmönnum til yfirlestrar og hún samþykkt. Fundi slitið kl. 18.40.

Drífa Hrólfsdóttir                  
Sverrir Guðbrandsson                      
Marta Sigvaldadóttir
Jón Stefánsson            
Ásdís Leifsdóttir                    

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón