A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnumála- og hafnarnefnd - 11. maí 2011

Fundur var haldinn í Atvinnumála- og hafnarnefnd Strandabyggðar miðvikudaginn 11. maí 2011 kl. 16:00 á skrifstofu Strandabyggðar. Mættir á fundinn voru Elfa Björk Bragadóttir, Jón Eðvald Halldórsson, Jón Vilhjálmur Sigurðsson, Matthías Lýðsson. Sigurður Marinó Þorvaldsson hafnarvörður og Ingibjörg Valgeirsdóttir hafnarstjóri sátu fundinn.

Þá var gengið til dagskrár:


1. Hafnarframkvæmdir


Hafnarstjóri greindi frá að verið er að ganga frá lánakjörum vegna framkvæmda við höfnina. Einnig er verið að ganga frá samningum við Skútaberg ehf um flutning á stálþili úr Hörpu norður á Hólmavík. Hafnarvörður hefur verið í sambandi við Kristján Helgason hjá Siglingastofnun um mögulegt geymslusvæði fyrir stálþilið hér á Hólmavík og er fyrirhugað að stálþilið verði geymt á svæðinu fyrir neðan sláturhúsið. Áætlað er að útboð vegna framkvæmdarinnar verði opnað í kringum 10. júní 2011.  Siglingastofnun vinnur nú að útboðslýsingu.


2. Masturshús


Hafnarvörður kynnti drög að teikningum frá Siglingastofnun sem sýna nýja staðsetningu á masturshúsi.

 

3. Flotbryggja


Hólmavíkurhöfn á hluta af flotbryggju sem geymdur er við áhaldahús. Fyrirhuguð staðsetning er innst í króknum við hliðina á flotbryggju sem fyrir er. Gróflega er áætlað að kostnaður við að koma bryggjunni niður kosti í kringum kr. 200.000 - 250.000 með festingum og landgangi. Atvinnumála- og hafnarnefnd beinir því til sveitarstjórnar að flotbryggjan verði sett niður.     

 

4. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða - minnispunktar frá fundi sveitarstjóra með framkvæmdastjóra og starfsfólki AtVest


Ingibjörg Valgeirsdóttir kynnti niðurstöðu fundar með framkvæmdastjóra og starfsfólki AtVest 5. maí 2011:

- AtVest mun vinnu að tilboð í stefnumótunarverkefni í atvinnumálum í Reykhólahreppi, Árneshreppi, Kaldrananeshreppi og Strandabyggð. Á fundinum með AtVest áherslu á að fá 2-3 útfærslur á tilboði og að í útkomu verkefnisins felist aðgerðaráætlun.

- Námskeið verður haldið í haust á Hólmavík sem snýr að nýsköpun, gerð viðskiptaáætlana og að hefja atvinnurekstur.

- Auglýst verður 80 - 100% tímabundin staða á Hólmavík haustið 2011 sem vinnur að þessum og fleiri verkefnum á vegum Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.

 

5. Önnur mál


Ekki voru tekin fyrir önnur mál.


Fundi var slitið kl. 17:00


Elfa Björk Bragadóttir (sign) 
Jón Eðvald Halldórsson (sign)
Jón Vilhjálmur Sigurðsson (sign)
Matthías Lýðsson (sign)

Sigurður Marinó Þorvaldsson (sign)
Ingibjörg Valgeirsdóttir (sign)

ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 24. maí 2011.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón