A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps

| 30. júlí 2013
Sigríður María Játvarðardóttir hefur verið ráðin í starf félagsmálastjóra Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps. María er með meistaragráðu í Fötlunarfræðum frá Háskóla Íslands og próf í Félagsráðgjöf frá Nordland distrikthögskola í Bodö í Noregi auk þess sem hún hefur lokið 15 eininga námi í  Stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu frá Endurmenntun Háskóla Íslands. María hefur starfað sem félagsráðgjafi hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins frá árinu 1994, hún hefur sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands við sitt fagsvið, hún var félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg á árunum 1986 – 1993 og félagsráðgjafi á Örva, starfsþjálfunarstað fyrir fatlað fólk í Kópavogi  frá 1985 – 1986 auk annarra fyrri starfa....
Meira

Nýr leikskólastjóri

| 29. júlí 2013

Sigrún Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin tímabundið í stöðu leikskólastjóra við Leikskólann Lækjarbrekku vegna fæðingarorlofs Ingibjargar Ölmu Benjamínsdóttur leikskólastjóra. Sigrún tekur til starfa í dag um leið og leikskólin hefur starfsemi á ný eftir sumarfrí. Við bjóðum Sigrúnu velkomna til starfa.

Hlíf Hrólfsdóttir hefur brúað bilið og sinnt starfi leikskólastjóra frá því að Alma fór í fæðingarorlof og þar til Sigrún tók við. Við þökkum Hlíf kærlega fyrir sitt ágæta framlag.

Þjóðfræðistofa - Frásagnasafnið í Hnyðju

| 10. júlí 2013

Þjóðfræðistofa heldur nú áfram með söfnun á frásögnum Strandamanna.  Nokkuð vel hefur gengið að safna í sarpinn og margar mjög skemmtilegar sagnir hafa þegar komið fram. 

 

Við hvetjum eindregið sem flesta til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og segja frá hverju því sem ykkur dettur í hug - hvort heldur sem það tengist endurminningum, lífsháska eða bara hversdagslífinu.  

 

Frásagnasafnið verður opið í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík, alla virka daga í júlímánuði á milli kl. 13 - 15.

ATVEST - Fréttatilkynning

| 10. júlí 2013
ATVEST hefur ráðið til sín verkefnastjóra, Ingibjörgu Snorradóttur í sumar til að sinna hinum ýmsu verkefnum. Eitt af stóru verkefnunum er Íbúakönnun, sem margir hafa séð bregða fyrir á vefnum og má finna hér. Markmið með Íbúakönnun er að safna saman netföngum frá öllum vestfjörðum og er stefnt á að fá um 10% íbúa í hverju sveitarfélagi til að skrá sig og taka þátt. ...
Meira

Skrifstofa Strandabyggðar - sumarlokun

| 04. júlí 2013
« 1 af 3 »

Skrifstofa Strandabyggðar lokar frá 15. júlí vegna sumarleyfa starfsmanna. Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 29. júlí.


Bent skal á að starfsemi Áhaldahúss raskast ekki á þessum tíma; http://www.strandabyggd.is/stofnanir/ahaldahus/


Sumarleyfi starfsmanna á skrifstofu Strandabyggðar eru sem hér segir:

...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón