A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Dýralæknir

Salbjörg Engilbertsdóttir | 19. nóvember 2013

Dýralæknir

 

Gísli Sverrir Halldórsson dýralæknir í Búðardal, sinnir hreinsun á skráðum hundum á Hólmavík miðvikudaginn 20. Nóvember n.k. í Áhaldahúsinu milli kl. 16  og 18.  Kattareigendur eru einnig minntir á nauðsyn þess að láta hreinsa ketti sína en það er þó ekki innifalið í leyfisgjaldi. Hunda og kattaeigendur í Strandabyggð eru hvattir til að mæta og nýta sér þjónustuna.

 

Þeir sem óska eftir annari dýralæknisþjónustu er velkomið að hafa samband við Gísla  í síma : 434-1122 eða 862-9005.

Sveitarstjórnarfundur 1214 í Strandabyggð

| 09. nóvember 2013

Fundur 1214 verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 12. nóvember 2013, kl. 16.00 í Hnyðju. 


Fundardagskrá er svohljóðandi:

...
Meira

Baráttudagur gegn einelti

| 08. nóvember 2013
Í dag er báráttudagur gegn einelti. Íbúar og stofnanir Strandabyggðar taka  virkan þátt eins og endranær þegar góð málefni eru annars vegar.

Til að vekja athygli á skaðsemi eineltis og mikilvægi þess að koma í veg fyrir það eru fyrirtæki, stofnanir og samfélagið í heild hvöttr til að taka þátt og láta bjöllur, flautur og klukkur óma í sjö mínútur, eina mínutu fyrir hvern vikudag án eineltis.

Hér í Strandabyggð verður opið hús í Grunnskólanum þar sem tómstundafulltrúi hringir skólabjöllunni, börnin á leikskólanum ætla að búa til læti, kirkjuklukkunum verður hringt, starfsfólk Vegagerðarinnar mun flauta og skipsflautan á Fönix mun óma. Einstaklingar eru enn fremur hvattir til þátttöku, ýmist með því að mæta á opið hús Grunnskólans, með því að flauta sjálfir eða skrifa undir Þjóðarsáttmála um baráttu gegn einelti á vefsíðunni www.gegneinelti.is.

Félagsmiðstöðvadagurinn

| 05. nóvember 2013
Á morgun, miðvikudaginn 6. nóvember, er Félagsmiðstöðvadagurinn.

Að því tilefni er opið hús í Ozon fyrir unga sem aldna klukkan 15:30-17:00.

Þar gefst möguleiki á að kynnast aðstöðunni og starfseminni, hitta starfsfólkið og unga fólkið og skiptast á hugmyndum um framtíðarmöguleika.

Öll velkomin.

Lækjarbrekka 25 ára

Salbjörg Engilbertsdóttir | 30. október 2013

 

30. október 2013 | Leikskólinn Lækjarbrekka
Leikskólinn Lækjarbrekka verður 25 ára á morgun fimmtudaginn 31.október. Í tilefni þess verður opið hús frá kl. 8.00-11.00 þar sem börn, starfsmenn og foreldrafélagið bjóða uppá morgunverð. Allir velkomnir og við hlökkum til að sjá ykkur.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón