A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ártíð skjaldbökunnar

| 09. október 2013
1. október síðastliðin voru 50 ár líðin síðan Einar Hansen dró risaskjaldböku á land hér á Hólmavík. Af því tilefni verður haldið upp á ártíð skjaldbökunnar og þetta merkilega afrek Einars í Hnyðju nú á laugardag.

Hátíðin er í boði Strandabyggðar og hefst klukkan 17:00 laugardaginn 12. október. Boðið verður upp á skjaldbökuköku að hætti Guðrúnar Margrétar Jökulsdóttur, sigurvegara í Hamingjukökukeppninni 2013. Jón Jónsson segir nokkur orð um þennan merka viðburð, afkomendur Einars verða á staðnum og skjaldbakan sjálf verður til sýnis. Auk þess verður kynnt hver sigrar hugmyndasamkeppni um minjagrip í tengslum við þennan merka viðburð.

Einar var snjall handverksmaður og gaman væri ef þeir sem eiga gripi eftir hann myndu lána þá til sýningar á skemmtuninni.

Allir eru velkomnir.

Foreldrafélag Grunnskólans heldur aðalfund

Salbjörg Engilbertsdóttir | 09. október 2013

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík verður haldinn á Café Riis miðvikudaginn 16. Okt. klukkan 18:00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður Esther Ösp Valdimarsdóttir tómstundafulltrúi með erindi og einhverja óvænta uppákomu. Í lokin gæða fundarmenn sér á gómsætum pizzum frá Báru og Kidda. Foreldrar og forráðamenn hvattir til að fjölmenna.          

Stjórnin

Kaffihúsakvöld ungs fólks

| 08. október 2013
Fimmtudaginn næsta, 10. október, klukkan 20:00 verður opinn fundur á Hnyðju fyrir ungt fólk í Strandabyggð.

Fundurinn er haldinn að frumkvæði Ungmennaráðs Strandabyggðar. Markmið fundarins er að fólk á aldrinum 15-25 ára hittist, kynnist og skiptist á skoðunum og leggi um leið drög að því hvað þau vilji gera fyrir sinn aldurshóp hvað varðar tómstunda-, Íþrótta- og menningarstarf.

Farið verður í leiki og framtíð ungs fólks í Strandabyggð verður rædd í kaffihúsastemmningu í Hnyðju. Allir sem geta eru hvattir til að taka með veitingar á sameiginlegt borð.

Sveitarstjórnarfundur 1213 í Strandabyggð

| 05. október 2013

Fundur 1213 verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 08. október 2013, kl. 16.00 í Hnyðju.


Fundardagskrá er svohljóðandi:

...
Meira

Hugmyndasamkeppni

| 27. september 2013
Ákveðið hefur verið að efna til hugmyndasamkeppni um minjagrip í tengslum við 50 ára ártíð skjaldbökunnar sem Einar Hansen dró að landi á Hólmavík árið 1963....
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón