A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Vorverkin - Framhaldsdeild á Hólmavík - Dreifnám

| 10. maí 2013
Það er vor í lofti! Á þessum tíma eru flestir farnir að huga að sumarfríum og sumarstörfum. Í Strandabyggð virðist sem nægt framboð sé af sumarstörfum, helst er að það vanti starfsfólk en það er lúxusverkefni sem við tökumst á við og leysum. En þótt vor og sumar sé það sem flestir eru með hugann við núna þá er þetta líka tíminn til að huga að komandi vetri - sérstaklega hjá þeim sem hyggja á nám.


Eins og íbúum í Strandabyggð og nágrannasveitarfélögum er kunnugt, þá verður farið af stað með framhaldsdeild hér á Hólmavík á komandi hausti í samstarfi við FNV (Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra) með svokölluðu dreifnámssniði. Forskráning í námið hefur þegar farið fram og er ánægjulegt að geta sagt frá því að þegar hafa 5 nemendur óskað eftir námsvist við skólann, ýmist sem fyrsta eða annað val. Aðalskráningartíminn er þó ekki hafinn ennþá, en opnað verður fyrir skráningar í lok maí og mun það skráningartímabil standa fram í júní. Gera má ráð fyrir að þá bætist í hópinn. Það er mikið tilhlökkunarefni að hefja þennan nýja áfanga í skólasögu svæðisins en nú mun ungu fólki á Ströndum í fyrsta sinn gefast tækifæri til að hefja framhaldsnám í heimabyggð. Samfélagið hér mun sannarlega njóta þess að fá þennan nýja aldurshóp inn í vetrarflóruna og það verður gaman að taka þátt í og fá að fylgjast með hvaða áhrif þetta mun hafa á samfélagið.


Framhaldsdeildin okkar - dreifnámið - er ekki eingöngu ætlað þeim sem eru að ljúka við 10. bekk grunnskóla. Allir sem hug hafa á námi geta nú sótt um og lagt stund á fyrstu tvö árin í framhaldsnámi á Hólmavík (næsta haust er þó eingöngu boðið upp á grunnfög fyrsta árs). Námsmenn á öllum aldri geta skráð sig í námið, bæði íbúar í Strandabyggð og nágrannasveitarfélögum, einnig þeir sem eru að hefja nám að nýju eftir langt eða stutt námshlé og þeir sem hafa farið af staðnum í nám en langar að snúa til baka. Hægt er að skrá sig í einstök fög eða fullt nám, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.

Hér má sjá þá áfanga sem áætlað er að verði í boði á komandi hausti:

  • ENS - 10 2
  • DAN - 10 2
  • FÉL - 10 3
  • ÍSL - 10 2
  • ÍÞR - 10 1
  • LKN - 10 2
  • NÁT - 10 3
  • STÆ - 10 2
Auk þessara áfanga geta nemendur í dreifnámi skráð sig í fleiri áfanga í fjarnámi.

 


Látum það nú verða eitt af vorverkunum að skrá okkur í skóla á Hólmavík á komandi vetri.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón