A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Vinnuskólinn er byrjađur

| 12. júní 2019

 

Vinnuskólinn er byrjaður þetta sumarið.  Sem fyrr fá krakkarnir okkar tækifæri til að vinna fjölbreytt verkefni og reyna sig þannig í raunverulegu atvinnuumhverfi.  Umsjón með vinnuskólanum er á herðum Tómstunda- og íþróttafulltrúa, en í náinni samvinnu við yfirmenn Áhaldahúss og aðra innan Strandabyggðar.

 

Með þessum pósti viljum við segja íbúum frá því að nú megi búast við að sjá krakkana í hinum ýmsu störfum út um allan bæ næstu vikurnar, en líka bjóða ykkur að óska eftir þjónustu krakka úr vinnuskólanum, t.d. við snyrtingu garða, fjarlægja rusl eða önnur léttari viðvik sem ykkur kann að detta í hug.  Vinnuskólinn er nefnilega líka hugsaður sem viss þjónusta  við íbúa.

 

Allar frekari upplýsingar veitir Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir í síma: 696-7046.

 

Áfram Strandabyggð!

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón