A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Viljayfirlýsing vegna uppbyggingar hótels á Hólmavík

Þorgeir Pálsson | 26. maí 2023
« 1 af 2 »

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Í dag var skrifað undir viljayfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar á Hólmavík. Þetta eru mikil og gleðileg tíðindi fyrir okkur í Strandabyggð og í raun Vestfirði alla.  Fulltrúar Fasteignaumsýslunnar ehf komu hingað norður og það var Friðjón Sigurðarson sem skrifaði undir fyrir þeirra hönd.  Oddvitar beggja lista í sveitarstjórn Strandabyggðar, Þorgeir Pálsson og Matthías Sævar Lýðsson, skrifuðu undir fyrir hönd sveitarfélagsins.  Að auki voru þarna viðstaddir aðrir fulltrúar fjárfesta, arkitektar og sveitarstjórnar.

Með þessari viljayfirlýsingu er skriflega staðfestur sá vilji beggja að hér rísi allt að 70 herbergja hótel.  Fer nú af stað skipulagsvinna sem bæði snýr að aðalskipulagi sveitarfélagsins og eins deiliskipulagi hótelreitsins.  Hótelið verður staðsett á klettabrúninni fyrir neðan tjaldsvæðið og verður útsýni þaðan algerlega einstakt á landsvísu og þótt víðar væri leitað.

Sem fyrr segir, mun hótelbyggingin hafa í för með sér breytingar á skipulagi og verður sú vinna unnin undir stjórn fyrirtækisins Landmótunar, sem vinnur að endurskoðun aðalskipulags Strandabyggðar.  Einnig liggur fyrir endurskipulagningu á núverandi tjaldsvæði, aðkomu og gerð bílastæða fyrir hótelið, sem verða samnýtt með annari starfsemi á svæðinu.  Mikil áhersla er lögð á að skapa heildstæða mynd af svæðinu.  Framundan er líka gatnagerð, endurhönnun stíga og opinna svæða auk margra annara verkþátta sem verða kynntir þegar fram líður.

Það eru sannarlega spennandi tímar framundan í Strandabyggð!

 

Kveðja

Þorgeir Pálsson

oddviti

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón