A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Vikan ađ baki

Ţorgeir Pálsson | 29. maí 2023

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Nokkur orð um síðustu viku, sem var um margt viðburðarrík.

Hótelbygging

Hápunktur liðinnar viku er að mínu mati undirskrift viljayfirlýsingar um hótelbyggingu hér á Hólmavík.  Þessi undirskrift er stórt skref í þá átt að hér rísi glæsilegt, 60-70 herbergja hótel.  Með tilkomu slíks hótels hér á Hólmavík, er augjóst að staða okkar í ferðaþjónustu á Vestfjarða- og landsvísu, styrkist mikið. Með alla þá afþreyingu sem hér er í boði, er líka ljóst að samstarfsmöguleikar milli ferðaþjóna og hótelsins eru miklir og vonandi hvetur þetta til aukins framboðs á hvers kyns afþreyingu í Strandabyggð.  Það verður því mjög spennandi að fylgjast með þeirri skipulags- og hönnunarvinnu sem nú er framundan.  Þetta er mikið og tímabært tækifæri fyrir Strandabyggð!

Starfsmaður í sorpi

Á miðvikudag skrapp ég sem starfsmaður Sorpsamlagsins í Árneshrepp, við annan mann.  Það var hressandi að komast aðeins út og takast á við það verkefni að sækja rusl.  Og það var nóg af því.  Ferðin gaf okkur líka tækifæri til að hugleiða og endurmeta þjónustuframboð okkar gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum í Árneshrepi og raunar í Bjarnarfirði líka.  Svo er náttúrufegurðin á þessari leið auðvitað einstök. 

Grunnskólinn

Vinna við grunnskólan heldur áfram. Búið er að sótthreinsa yngri hlutann og raunar hluta gamla hlutans líka, en það liggur fyrir að við getum nýtt anddyrið, salernin og sérkennslustofurnar í gamla hlutanum.  Verður lokað inn á ganginn, og aðeins þetta rými nýtt.  Næsti verkþáttur er að leggja hitalagnir í gólf og steypa ílögn.  Samhliða þessu verður kallað eftir verðhugmyndum í glugga og hurðir.  Þetta þróast allt í rétta átt.

Sauðfé og girðingar

Brátt sér fyrir endann á sauðburði og vonandi hefur þetta gengið vel hjá öllum.  Girða þarf nokkuð stóran kafla á leiðinni frá Heiðabæ út að Heydalsá og viðræður eru í gangi við Vegagerðina um amk eitt ristarhlið á þeirri leið, inn í Miðdal.  Verður girðingarefni, staurar og tilheyrandi pantað í komandi viku.

Verktakavinna

Ein umsókn barst um viðhald með girðingunni frá Grjótá að Hrófá og verður gengið frá samningi í komandi viku.  Kominn er verktaki í jarðvegsvinnu vegna drenlagna við grunnskólann.  Enginn sótti formlega um slátt á opnum svæðum í sveitarfélaginu, en við erum þó vongóð um að lausn finnist.  Þá er verið að vinna að því að fá verktaka í leikskólalóðina, en þar þarf að hefja framkvæmdir sem fyrst.  Mönnun verkefna er eitt helsta vandamál sveitarfélaga um allt land þessa dagana og við erum þar engin undantekning.

Það er nóg í gangi enn meira framundan í Strandabyggð.  Svo er bara að vona að veðrið fari að spila betur með okkur, þannig að við getum farið að vinna í görðunum okkar og njóta umhverfisins. 

Kveðja

Þorgeir Pálsson

oddviti

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón