A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Verkefnastjóri brothćttra byggđa á Ströndum

Ţorgeir Pálsson | 14. maí 2020

Sigurður Líndal Þórisson hefur verið ráðin verkefnastjóri Vestfjarðastofu á Hólmavík.

Siguður hefur víðtæka reynslu og hefur síðustu rúmlega fjögur ár verið framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands og þar áður var hann í stjórnunarstöðu hjá risafyrirtækinu Expedia í London.  Sigurður er með mastersgráðu í stefnumótun og stjórnun listastofnana frá Birkbeck College, University of London og var í tólf ár stundakennari við sviðslistadeildir listaháskóla í London.

Sigurður kemur til starfa hjá Vestfjarðastofu í byrjun júní og mun leiða verkefnið Brothættar byggðir í Strandabyggð auk þess að sinna öðrum verkefnum tengdum atvinnu- og byggðaþróun hjá Vestfjarðastofu, eins og kemur fram á heimasíðu Vestfjarðastofu.

Við hér á Ströndum væntum mikils af nýjum verkefnastjóra og bjóðum hann velkominn til starfa.  Sigurður verður með aðstöðu í Þróunarsetrinu á Hómavík.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Ágúst 2020 »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón