A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Vegna yfirvofandi verkfalls leikskólakennara

| 17. ágúst 2011
Listaverk: Nemendur í leikskólanum Lćkjarbrekku. Mynd IV.
Listaverk: Nemendur í leikskólanum Lćkjarbrekku. Mynd IV.
Töluverður ágreiningur er uppi vegna yfirvofandi verkfalls leikskólakennara sem boðað hefur verið mánudaginn 22. ágúst 2011 náist samningar ekki fyrir þann tíma.

Óvissan tengist framkvæmd verkfallsins en forsvarsmenn Kennarasambands Íslands og fulltrúar sveitarfélaga sátu fund vegna þessa milli kl. 15:00 - 18:30. Ágreiningur er um hvort deildir sem deildarstjórar í verkfalli stýra geti starfað áfram eða hvort þeim þurfi að loka. Forsvarsmenn sveitarfélaganna vilja manna stöður þeirra sem taka þátt í verkfallinu með starfsmönnum sem standa utan Félags leikskólakennara, en lögmaður Kennarasambandsins segir slíkt vera verkfallsbrot. Fundinum lauk án niðurstöðu en aftur verður fundað um framkvæmd verkfallsins á morgun.

Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilu leikskólakennara.

Sveitarfélagið Strandabyggð fylgist náið með viðræðunum og mun Fræðslunefnd Strandabyggðar fjalla um yfirvofandi verkfall á fundi á morgun, fimmtudaginn 18. ágúst 2011. Leikskólakennari er deildarstjóri á yngri deild leikskólans Lækjarbrekku og ljóst að óvissa er um starfsemi deildarinnar n.k. mánudag komi til verkfalls. Foreldrar eru beðnir um að leita upplýsinga í leikskólanum n.k. föstudag og hér á heimasíðu Strandabyggðar.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón