A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Varđandi rjúpnaveiđi í Strandabyggđ

| 02. nóvember 2011

Eins og auglýst hefur verið er rjúpnaveiði ekki leyfð í landi í eigu sveitarfélagsins Strandabyggðar. Skrifstofu Strandabyggðar hefur borist fyrirspurn um hvaða land tilheyri sveitarfélaginu. Um er að ræða jarðirnar Skeljavík, Víðidalsá og hluta Kálfaness í Steingrímsfirði og Nauteyri við Ísafjarðardjúp. Þar sem rjúpnaveiðitímabil er nýhafið er rétt að benda veiðimönnum á að enginn almenningur eða afréttur er á Ströndum, en allt land í einkaeigu. Því þarf ávallt leyfi landeigenda til að stunda veiðar á svæðinu. 

Rjúpnaveiðimenn á Íslandi eru hvattir til að gæta bæði hófs og varkárni við veiðarnar.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón