A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Úthlutun úr sjóði Sterkra Stranda

Salbjörg Engilbertsdóttir | 16. mars 2022
Jón Jónsson formaður úthlutunarnefndar og Sigurður Líndal Þórisson verkefnastjóri Sterkra Stranda (Mynd Ásta Þórisdóttir)
Jón Jónsson formaður úthlutunarnefndar og Sigurður Líndal Þórisson verkefnastjóri Sterkra Stranda (Mynd Ásta Þórisdóttir)

Styrkjum úr byggðaþróunarverkefninu Sterkar Strandir var úthlutað við hátíðlega athöfn í gær á Sauðfjársetrinu á Ströndum. 22 umsóknir bárust og 12 verkefni fengu styrk. Það er því óhætt að segja að mikið er um hugmyndir og nýsköpunarvilja á Ströndum.


Auglýst var eftir styrkumsóknum í byggðaþróunarverkefnið Sterkar Strandir í febrúar 2022. Alls voru að þessu sinni til úthlutunar 10.850.000 kr. sem er samanlögð fjárhæð, árlegrar úthlutunar 10.500.000 kr. og styrks frá fyrra ári sem féll niður, eða 350.000 kr.

Afar ánægjulegt er að segja frá því að fjölmennari byggðalög, eins og Strandabyggð, fá nú 50% hærri úthlutunarupphæð en áður, en þetta hefur verið baráttumál okkar um nokkurt skeið.


Frestur til að skila inn umsóknum var til 31. janúar 2022 og bárust alls 22 umsóknir um styrki.

Myndir og nánari fréttir af úthlutun má finna hér á strandir.is

Sveitarfélagið óskar styrkhöfum innilega til hamingju með úthlutunina og gaman verður að sjá fjölbreyttar hugmyndir verða að veruleika í nánustu framtíð.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón