A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Útboð á slætti á Hólmavík - tvö tímabil í Vinnuskólanum

| 16. janúar 2012
Sumarið 2012 verður sláttur á Hólmavík boðinn út.
Sumarið 2012 verður sláttur á Hólmavík boðinn út.
Við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins Strandabyggðar árið 2012 var ákveðið að bjóða út slátt á grænum svæðum og blettum á Hólmavík sem tilheyra sveitarfélaginu. Undirbúningur vegna útboðs stendur nú yfir og mun sveitarfélagið áskilja sér rétt til að hafna öllum tilboðum. Jafnframt var ákveðið að einungis verða ráðnir þrír sumarstarfsmenn í Áhaldahús sumarið 2012 auk umsjónarmanns Vinnuskóla Strandabyggðar. Þá hefur verið ákveðið að vegna fjölda ungmenna í sveitarfélaginu muni starf Vinnuskóla Strandabyggðar ná yfir tvö tímabil sumarið 2012 og geta ungmenni sótt um fyrra eða seinna tímabil. Með þessu mun lengjast það tímabil sem Vinnuskólinn mun sjá um að halda bænum vel snyrtum en ruslahreinsun og hreinsun fífla sem vaxa meðfram gangstéttum og götum fram eftir sumri eru meðal verkefna Vinnuskólans. Vinnuskóli Strandabyggðar heyrir beint undir verkstjóra Áhaldahúss Strandabyggðar samkvæmt nýju skipuriti sem er í vinnslu en ekki undir sveitarstjóra eins og verið hefur.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón