A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Utan viđ sagnheim manna, - Turtle- Kvikmyndahátíđin á Hólmavík

| 07. ágúst 2015

Undanfarin ár hafa ungir þýskir kvikmyndagerðarmenn dvalist sumarlangt á Ströndum við nám og tökur. Turtle –hátíðin er þeirra leið til að gefa öllum tækifæri til sjá sérvaldar kvikmyndir og launa þannig margan greiðann. Þetta eru stórbrotnar, viðurkenndar og áhrifamiklar kvikmyndir sem taka á nútímanum. Bióferð er þó ekki bara myndin; í kvikmyndahúsi ríkir stemmning sem skapast af samstilltum geðsveiflum og samkomuanda. Kvikmyndahátíðin Turtle verður haldin í óvenjulegu húsnæði og einstakt andrúmsloft skapað í hlöðu, bókasafni, í iðnaðarhúsnæði og borðstofu í heimahúsi. Sýningar verða fyrir stóra hópa og smáa, allt niður í tvo áhorfendur í samræmi við verkin og stemninguna.

 

Myndin Victoria, sem fékk Berlínarbjörninn fyrir listfengi fjallar umungt fólk í Berlín sem á sér drauma sem vasapeningarnir hrökkva ekki fyrir. Þau langar að eignast næturklúbb og spjalla um þennan draum næturlangt á meðan þau ráfa um götur Berlínar. Undir morgun fremja þau bankarán og lífið gjörbreytist. Myndin er eftir Sebastian Schipper, sem sýnir hér hráa kvikmyndagerð; samtölin eru spunnin á staðnum og vélin gengur án klippinga í 140 mínútur. Þannig gerir kvikmyndin áhorfandanum mögulegt að slást í hópinn, upplifa takt götulífsins, ólgandi þrá og grimma mennsku. Myndin er einmitt í anda þess sem Turtle hátíðin sækist eftir að sýna: nýjar myndir nálægt kviku nútímans án tæknibrella og fegrunarlyfja.

 

Hvers vegan á Hólmavík? Og hvers vegna Turtle? Í bænum, þar sem einu sinni veiddist risa- sæskjaldbaka, búa um 500 manns. Staðurinn er afskekktur og skemmtanalíf höfuðborgarinnar býðst þar ekki.  Upplifunin og samkoman getur því verið nærgöngulli. Umræður geta orðið beinskeyttari. Þegar myndin er búin er hægt að njóta hugsana í friði.

 

Þessi kvikmyndahátíð er í sérflokki. Þótt myndirnar gerist í öllum heimshornum fjalla þær um það sem við eigum sameiginlegt. Við komumst í annan heim í tvær klukkustundir, brotnum undan reynslu annarra og endurfæðumst undir lok hverrar myndar. Efnið er um völd, tilgang lifsins, óttann við að lifa því og samúð. Ekki endilega samúð með hetjunum á hvíta tjaldinu heldur með öðru fólki og um mikilvægi samkenndar. Í heila viku verður Hólmavík staður frásagnalistarinnar, opinn öllum gestum.

 

Allir leitast höfundar myndanna við að segja sögur með eigin stíl og að taka þær í réttu umhverfi. Þær fjalla um raunverulega hluti sem þó eru settir á svið. Þetta er samruni heimilda- og leikinna mynda. Heitar tillfinningar koma upp, ást og dauði, sem og útkjálkar mannlífsins.

 

The Right Way / rétta leiðin, er úr allt annarri átt en Viktoría. Hið vel þekkta svissneska dúó Fischli & Weiss leitar að anda náttúrunnar í gervi músar og bjarnar.  Þeir fara meistarlega með hlýjan humor og leita að tilgangi lífsins, en sættast svo á að gefast upp.

 

Heimildamyndin Tristia / leiðindaland, verður nú frumsýnd á Íslandi.  Stanislaw Mucha sýnir hér ferð til Svartahafs. Þetta er vegamynd um mannlíf í kröggum, smákrimma sem selja botoxsprautur á ströndum Bulgaríu, um Rúmena sem reyna að koma þjóðsögulega gullna reifinu í verð, um Rússa sem kenna Tyrkjum um ofveiði, og tyrkneskar eiginkonur sem reiðast rússneskum konum fyrir að hafa nappað eiginmönnum þeirra.

Enn ein stórmyndin er The Act of Killing /listin að lífláta, eftir Joshua Oppenheimer. Þetta er heimildamynd sem fjallar um leiðtoga fyrrum dauðasveita í Indonesiu. Þeir pyntuðu og drápu meira ein milljón manna fyrir að hallast undir kommúnisma á 7. áratug síðustu aldar. Kvikmyndin notar óvenju hreinskilið myndmál og sviðsetur frásagnir fólks af aftökunum. Þess á milli er rætt við böðlana.

Þetta er aðeins brot af því sem sýnt verður á þessari metnaðarfullu kvikmyndahátíð. Íslensku myndirnar eru ekki af lakara taginu heldur. Hross í oss, Hreint hjarta, Eldsmiðurinn og fleiri.

 

 

(Þýtt og staðfært af Maríu Maack, ATVEST, s 8636509)

 

Frekari upplýsingar fást hjá Katja Möltgen, sími 354 857 1802.Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón