A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Upplýsingamiđstöđin á Hólmavík opin 9:00 - 18:00

| 12. júní 2011
Upplýsingamiđstöđin á Hólmavík. Myndir IV.
Upplýsingamiđstöđin á Hólmavík. Myndir IV.
« 1 af 6 »

Upplýsingamiðstöð Strandabyggðar á Hólmavík, Holmavik Tourist Information, er opin alla daga milli kl. 9:00 - 18:00. Upplýsingamiðstöðin er til húsa í Galdrasafninu en undanfarnar vikur hefur framkvæmdastjóri safnsins og umsjónarmaður Upplýsingamiðstöðvarinnar, Sigurður Atlason, gert gagngerar breytingar á hluta húsnæðisins. Útkoman er stórskemmtileg. Þegar fréttaritari var á staðnum komu tvær ungar stúlkur í gættina og sögðu hæ! Sigurður Atlason þekkti strax á framburðinum á þessu stutta orði að þarna væru komnir gestir frá Kanada sem reyndist satt vera og voru gestirnir alsælir með móttökurnar.

 


Í Upplýsingamiðstöðinni eru veittar upplýsingar um alla ferðaþjónustu og staðhætti á Ströndum og líf og tilveru íbúanna, auk þess sem veittar eru upplýsingar um Vestfirði og Ísland allt. Ferðaþjónustuaðilar á Ströndum eru hvattir til að setja sig í samband við Upplýsingamiðstöðina og koma upplýsingaefni um þjónustu sína á framfæri. Ferðamönnum fjölgar hratt með degi hverjum. Sveitarfélagið Strandabyggð óskar ferðaþjónum, ferðalöngum og íbúum öllum gleðilegs ferðasumars!

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Júlí 2018 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir

Vefumsjón