A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Uppfylling vegna breikkunar á vegi

Ţorgeir Pálsson | 21. júlí 2022
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Það hefur tíðkast lengi í sveitarfélögum víða um land, að nýta steypubrot vegna niðurrifs sem efni í uppfyllingar.  Þetta er oft ódýrara og hagkvæmara því þá þarf ekki að keyra uppfyllingarefni langar leiðir.  Hér á Hólmavík eru mörg dæmi um slíkt.  Undanfarna daga hefur verið unnið að niðurrifi á gamla N1 skálanum og hefur efni úr grunninum verið keyrt í veg inn að gömlum fjáhúsum sem nýta á sem vélageymslu.  

Eigendur fjárhússins sóttu um leyfi fyrir breikkun vegar inn að húsinu í byrjun janúar á þessu ári.  Verkefnið er þess eðlis, að það þarf að fara fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd og gefa þarf út framkvæmdaleyfi.  Vegna veikinda fórst það fyrir strax í byjun og hefur ekki verið klárað.  Málið verður hins vegar lagt fyrir næsta fund nefndarinnar og tilskilið leyfi afgreitt.

Þegar kom að því að ferja burt efnið úr N1 skálanum nú í vikunni, var efnið sett í veginn sem undirlag, enda venja að nýta slík tækifæri hvað efnistök varðar og búið að óska eftir leyfi fyrir breikkuninni.  Vissir hnökrar urðu hins vegar á að hreinsa plast og járn úr brotunum, sem var þó lagfært strax.  Þarna fóru tímasetningar ekki saman og það er miður að leyfið hafi ekki legið fyrir á þessum tíma þegar losa þurfti steypubútana úr skálanum.  Hins vegar er ljóst, að þarna var verktaki í góðri trú að nýta afganga í hagræðingar- og sparnaðarskyni í undirlag fyrir breikkun á vegi, líkt og gert hefur verið áður.  Búið er að ganga vel og snyrtilega frá þessari viðbót á veginum, eins og myndin sýnir.  Var þetta gert í samráði við heilbrigðisfulltrúa.

Í Strandabyggð er einn skilgreindur urðunarstaður og er sá á sorphaugum sveitarfélagsins.  Því er ekki hægt að tala um urðun innanbæjar í þessu tilviki.  Hér er um að ræða nýtingu á steypuafgöngum sem undirlag í breikkun vegar, eins og líst hefur verið.  Hins vegar má læra af þessari framkvæmd eins og öllum öðrum og það mun sveitarfélagið gera.  Markmiðið er alltaf að gera vel fyrir sveitarfélagið.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti


Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón