A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ungmennaþing og kosningar í ungmennaráð

| 02. nóvember 2021
Í dag, þriðjudaginn 2. nóvember, fer fram ungmennaþing. Þingið verður haldið í Hnyðju kl. 17:00 og er meginefnið kosningar til ungmennaráðs. Þau sem geta boðið sig fram og/eða kosið eru ungmenni á aldrinum 13-25 ára sem eiga lögheimili í Strandabyggð.
Þau sem stunda nám og vinnu annar staðar en eiga engu að síður heima í Strandabyggð geta einnig boðið sig fram. Boðið verður upp á léttar veitingar. Þau sem ekki geta komið geta óskað eftir að taka þátt í gegn um streymi.

Ungmennaráð getur fjallað um öll þau mál sem tengjast ungmennum í Strandabyggð á einn eða annan hátt. Ungmennaráð er ein fastanefnda sveitarfélagsins ásamt því að fulltrúar eru áheyrnarfulltrúar í öðrum fastanefndum. Seta í ungmennaráði veitir því ungu fólki tækifæri til að hafa bein áhrif á stefnumótun og ákvarðanartöku í sveitarfélaginu. Greitt er fyrir setu í ungmennaráði.

Nánar um viðburðinn hér: https://www.facebook.com/events/368624104944249

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón