A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tvćr nýjar ráđningar hjá Strandabyggđ

| 10. ágúst 2017
Nýlega hefur verið gengið frá ráðningum í tvö störf hjá Strandabyggð. 

Brynja Rós Guðlaugsdóttir hefur verið ráðin á skrifstofu Strandabyggðar. Brynja Rós hefur undanfarin ár starfað sem deildarstjóri á Leikskólanum Lækjarbrekku en mun nú færa sig um set og sinna skrifstofu- og móttökustarfi hjá sveitarfélaginu. Brynja Rós mun hefja störf á skrifstofunni síðla sumars/snemma hausts eða um leið og ráðið hefur verið í hennar stað við leikskólann.

Birna Karen Bjarkadóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Hólmavíkur en hún hefur gengt því starfi í afleysingum frá því í október 2016. Birna Karen hefur auk þess í tvígang áður starfað í sumarvinnu við íþróttamiðstöðina sem sundlaugarvörður. Birna Karen hefur þegar hafið störf.

Við bjóðum þær Brynju Rós og Birnu Karenu velkomnar til nýrra starfa hjá Strandabyggð og hlökkum til samstarfsins.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón