A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tónlistarmyndband Tónskólans

| 19. mars 2021
Skjáskot úr nýja myndbandinu
Skjáskot úr nýja myndbandinu
Uppskeruhátíð tónlistarskólanna, sem er yfirleitt haldin á hverju ári, heitir Nótan og yfirleitt eru nokkur tónlistaratriði valin á landsvísu til að koma fram sem skemmtiatriði á hátíðinni. Árið 2020 var afmælisár hátíðarinnar og þá stóð til að allir tónlistarskólar landsins sendu inn atriði. Því miður þurfti að fella þá hátíð niður af ástæðum sem við þekkjum og nú var ákveðið að árið 2021 yrði "net-Nótan" haldin og hver tónlistarskóli myndi senda inn myndband með efnistökum sem eru nokkuð frjáls.

Tónskólinn á Hólmavík hefur tekið upp lag og tónlistarmyndband þar sem nemendur Tónskólans sjá um allan hljóðfæraleik og söng. Bragi Þór Valsson og Vera Ósk Steinsen útsettu lagið og Bragi sá einnig um hljóðupptökur, hljóðblöndun, upptöku og klippingu myndbands. 

Hluti myndbandsins verður sýndur í sérstökum Net-Nótuþáttum á sjónvarpsstöðinni N4 með vorinu og eins verður myndbandið aðgengilegt á vefsíðum Samtaka Tónlistarskólastjóra og Kennarasambands Íslands og einnig í N4-hlutanum hjá safni Sjónvarps Símans.

Myndbandið í heild sinni má finna á Youtube með því að smella hér.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón