A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Til hamingju međ frumsýningardaginn!

| 27. mars 2012
Börn og unglingar á Ströndum eru til mikillar fyrirmyndar
Börn og unglingar á Ströndum eru til mikillar fyrirmyndar
Stuðmanna söngleikurinn Með allt á hreinu verður frumsýndur í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld kl. 20:00. Uppsetningin er samstarfsverkefni Grunnskólans á Hólmavík og Leikfélags Hólmavíkur og er í leikstjórn Arnars S. Jónssonar og tónlistarstjórn Borgars Þórarinssonar. Framkvæmdastjóri sýningarinnar er Bjarni Ómar Haraldsson. Það eru á þriðja tug nemenda í 8.-10. bekk sem taka þátt í söngleiknum ásamt félögum í Leikfélagi Hólmavíkur. Sveitarfélagið Strandabyggð óskar sýningarhópnum innilega til hamingju með daginn!

Börn og unglingar á Ströndum eru einstaklega öflug og setja sterkan svip á daglegt líf á svæðinu. Á síðasta sveitarstjórnarfundi samþykkti sveitarstjórn Strandabyggðar eftirfarandi bókun:

,,Á síðustu misserum hafa börn og unglingar í Strandabyggð hvað eftir annað staðið sig afburða vel á opinberum vettvangi og verið sveitarfélaginu til sóma. Er skemmst að minnast þátttöku Félagsmiðstöðvarinnar Ozon í Söngkeppni Samfés þar sem unglingar í Strandabyggð urðu í 3. sæti með stórglæsilegu söngatriði. Eins má nefna sérstaklega sigur kvikmyndavalsins í Grunnskólanum á Hólmavík í myndbandakeppni 66° Norður í haust og glæsilega framkomu þeirra í sjónvarpsþáttunum Stundinni okkar og Landanum í vetur. Börn og unglingar í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík taka einnig virkan þátt í leiksýningum, tónleikum og öðrum viðburðum og með sama hætti eru þau sjálfum sér og Ströndum til sóma hvar sem þau koma á ferðalögum á vegum sveitarfélagsins. Við fögnum því innilega að börn og unglingar í Strandabyggð setji mark sitt á mannlífið á Ströndum með jafn jákvæðum hætti og raun ber vitni".

Sýningarplan á söngleiknum Með allt á hreinu er eftirfarandi:

Frumsýning þriðjudaginn 27. mars
2. sýning miðvikudaginn 28. mars
3. sýning laugardaginn 7. apríl
4. sýning miðvikudaginn 11. apríl
Lokasýning: Kraftsýning þar sem hækkað verður í botn, sunnudaginn 15. apríl

Allar sýningarnar fara fram í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefjast kl. 20:00. Aðgangseyrir er 2.500 kr. fyrir 16 ára og eldri) en 1.500 kr. yngri en 16 ára. Miðapantanir fara fram hjá Rúnu Mæju í s. 896-4829. Veggspjald má sjá hér.

Eftirtaldir styrkja uppsetninguna Með allt á hreinu:

Hólmadrangur, Hárgreiðslustofa Heiðu, KSH. Arion banki, Bjartur ehf., Sparisjóður Strandamanna, Trésmiðjan Höfði, Strandlagnir slf., Ferðaþjónustan Kirkjuból, Café Riis, Sauðfjársetur á Ströndum, Þjóðfræðistofa, Grundarorka, Jósteinn ehf., Strandafrakt, Gistiheimilið Broddanesi, Héraðsbókasafn Strandasýslu, Sóknarpresturinn Hólmavík, Sveitarfélagið Strandabyggð, Íþróttamiðstöðin Hólmavík, Óskaþrif og Hlökk ehf.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón