A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ţarft ţú ađstođ?

Ţorgeir Pálsson | 26. mars 2020

Strandabyggð, Rauði Krossinn og sóknarprestur hafa í samvinnu leitað til fólks í Strandabyggð og beðið það að skrá sig á lista yfir sjálfboðaliða sem vildu taka að sér að aðstoða íbúa við ýmis verk, nú þegar þrengir að og óvissa ríkir í samfélaginu. Þegar hafa fjölmargir skráð sig og nú viljum við því bjóða fram þessa þjónustu.

 

Vantar þig aðstoð við að:

  • Fá keypta matvöru?
  • Sinna erindum á pósthús eða aðra staði?
  • Moka snjó af tröppum?

Eða værir þú kannski bara til í símtal um daginn og veginn?

 

Ef svo er, þá hvetjum við þig til að hringja í eitthvað eftirtalinna númera:  451-3510 (Skrifstofa Strandabyggðar), 862-3517 (Sigríður Óladóttir, sóknarprestur) eða 899-0020 (Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri).

 

Ekki hika við að hafa samband.  Við viljum hjálpa.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Apríl 2020 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nćstu atburđir

Vefumsjón