A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ţađ er stutt á Strandirnar! Íbúafundur um dreifbýlismál

| 02. maí 2011
Myndir frá íbúafundi - IV
Myndir frá íbúafundi - IV
« 1 af 7 »

Það er stutt á Strandirnar! Þetta voru lokaorð íbúa á opnum fundi um dreifbýlismál sem haldinn var í Sauðfjársetrinu á Sævangi (sjá fyrri umfjöllun á vef 30. apríl og 1. maí 2011). Íbúar vilja leggja áherslu á öflugri markaðssetningu á Ströndum út á við en einnig að efla ímynd samfélagsins inn á við með jákvæðum og hvetjandi viðhorfum sem stuðla m.a. að nýsköpun og áframhaldandi uppbyggingu. Rætt var um gæði og möguleika öflugrar sauðfjárræktar á Ströndum, bæði hvað varðar bragðgott villilamb sem og  heilbrigð líflömb, auk þess sem horft var til möguleika á frekari nýtingu auðlinda á svæðina. Þetta var meðal þess sem kom fram  þegar fundarmenn svöruðu 3. og síðustu spurningu íbúafundarins sem var ,,Hvað geta íbúar gert til að stuðla að áframhaldandi þróun og uppbyggingu í dreifbýli Strandabyggðar?" 

Niðurstöður fundarins má sjá í heild sinni í meðfylgjandi skjali.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón