A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1342

Salbjörg Engilbertsdóttir | 10. febrúar 2023

Fundur nr. 1342 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 14. febrúar kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Velferðarþjónusta Vestfirðinga, Tillaga um að sveitarfélög á Vestfjörðum vinni sameiginlega að barnaverndarþjónustu og þjónustu við fólk með fötlun, og að gerður verði samningur við Ísafjarðarbæ um að vera leiðandi sveitarfélag skv. 96. gr. sveitarstjórnarlaga. Fyrri umræða – til afgreiðslu
2. Beiðni um lausn frá nefndarstörfum, Íris Björg Guðbjartsdóttir – til afgreiðslu
3. Bréf til sveitarstjórnar, Ingimundur Pálsson – til afgreiðslu
4. Bréf til sveitarstjórnar, Ragnheiður Ingimundardóttir – til afgreiðslu
5. Bréf frá Björk Ingvarsdóttur f.h foreldra v. málefna Grunnskólans á Hólmavík – til afgreiðslu
6. Skipan í Almannavarnarefnd Strandasýslu – til afgreiðslu
7. Ísafjarðarbær, ósk um umsögn vegna áforma um stækkun Mjólkárvirkjunar og afhendingu grænnar orku, frá 30.01.2023 – til afgreiðslu
8. Samband íslenskra sveitarfélaga, ágangur búfjár, minnisblað frá 03.02.2023 – til afgreiðslu
9. Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á sjókvíaeldi – til afgreiðslu
10. Bréf frá Innviðaráðuneyti frá 07.02.2023 vegna kvörtunar Hafdísar Sturlaugsdóttur vegna misræmis í fundargerðum – til kynningar
11. Erindi frá Innviðaráðuneyti vegna meintrar ólögmætrar stjórnsýslu Strandabyggðar frá 10.01.2023, varðandi bréf fyrrverandi sveitarstjórnar 30.08.22 og bréf frá fulltrúum A- lista almennra borgara frá 30.08.22 ásamt greinargerð Strandabyggðar og Þorgeirs Pálssonar, til Innviðaráðuneytis frá 31.01.2023 vegna erinda um meintra ólögmætra stjórnsýslu Strandabyggðar– til kynningar
12. Bréf Innviðaráðuneytis frá 10.01.2023 varðandi kvörtunar Þorgeirs Pálssonar vegna stjórnsýslu sveitarfélagsins í tengslum við ráðstöfun á fasteign í eigu sveitarfélagsins, frá 20.08.2021 – til kynningar
13. Stjórnsýslukæra til kærunefndar umhverfis- og auðlindamála og Innviðaráðuneytis frá Hlöðuteig sf, janúar 2023 – til kynningar
14. Forstöðumannaskýrslur vegna janúar – til kynningar
15. Verkefni sveitarstjóra í janúar – til umræðu
16. Fundargerð TÍM nefndar frá 23.02.2023 – til kynningar
17. Fundargerð Ungmennaráðs frá 03.02.2023 – til kynningar
18. Heilbrigðisnefnd Vestfjarða, fundargerð 142 frá 02.02.2023, ásamt ársreikningi og greiðsluyfirliti – til kynningar
19. Vestfjarðastofa og Fjórðungssamband Vestfirðinga, fundargerðir 47 frá 26.09.2022, 48 frá 28.10.2022 og 49 frá 5.12.2022 – til kynningar
20. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 917 frá 20.01.2023 og 918 frá 27.02.2023 – til kynningar
21. Hafnarsamband Íslands, fundargerð 449 frá 20.01.2023 ásamt ársreikningi sambandsins – til kynningar
22. Boðun á XXXVIII landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, 31.02.2023 – til kynningar.


Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Þorgeir Pálsson
Jón Sigmundsson
Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir
Matthías Sævar Lýðsson
Hlíf Hrólfsdóttir


Stefnt er á að streyma fundinum á youtube síðu Strandabyggðar https://www.youtube.com/channel/UCeIjqjE2w2-V0IMQ9ZxplvA


Strandabyggð 10. febrúar, Þorgeir Pálsson oddviti

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón