A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1337 í Strandabyggđ

Salbjörg Engilbertsdóttir | 07. október 2022


Fundur nr. 1337 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 11. október kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Trúnaðarmál (fundur lokaður en streymi hefst að lokinni umræðu)
2. Fjárhagsáætlun 2023-2026
3. Endurreikningur á launum sveitarstjóra og sveitarstjórnarmanna v. vísitöluútreiknings þingfararkaups
4. Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í Strandabyggð
5. Drög að auglýsingu um nýtingu gamla tanksins
6. Fulltrúi og varamaður í almannavarnarnefnd
7. Stofnun starfshóps um samstarf í velferðarþjónustu
8. Stofnun starfshóps um skiptingu tekna Fiskeldissjóðs
9. Forstöðumannaskýrslur
10. Vinnuskýrsla sveitarstjóra
11. Fundargerð US nefndar 06. október 2022
12. Fundargerð ADH nefndar 10. Október 2022
13. Ársskýrsla Héraðssambands Strandamanna til kynningar og ósk um áframhaldandi styrktarsamning
14. Beiðni frá Lionsklúbbnum á Hólmavík vegna samnings
15. Ársskýrsla og ársreikningur Leikfélags Hólmavíkur til kynningar og ósk um áframhaldandi styrktarsamning
16. Ársskýrsla og ársreikningur Sauðfjárseturs ses til kynningar og styrktarsamningur ársins 2022 ásamt ósk um áframhaldandi styrktarsamning
17. Ársskýrsla og ársreikningur Strandagaldurs ses til kynningar og styrktarsamningur ársins 2022 ásamt ósk um áframhaldandi styrktarsamning
18. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða fundargerð 140. fundar 29. september 2022 ásamt ársskýrslu og kosningu fulltrúa í nefndina, til kynningar
19. Samband sveitarfélaga fundur nr. 913 frá 28. september 2022
20. Ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands v. vinnu við skipulagsáætlun
21. Áskorun frá félagi atvinnurekanda, Húseigendafélaginu og Landsambandi eldri borgara vegna hækkunar fasteignagjalda

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Þorgeir Pálsson
Jón Sigmundsson
Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir
Matthías Sævar Lýðsson
Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Stefnt er á að streyma fundinum á youtube síðu Strandabyggðar. Hlekkur birtur samdægurs

Strandabyggð 7. október 2022
Þorgeir Pálsson oddviti

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón