A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1272 í Strandabyggđ

| 06. apríl 2018

Fundur nr. 1272 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 10. apríl 2018, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Lagt fram til kynningar frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga; Breytingatillaga frá atvinnuveganefnd Alþingis er varðar mál. nr. 115 um breytingu á raforkulögum og lögum um stfonun Landsnets breyting. Dagsett 13/3/2018
  2. Lagt fram til kynningar frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga; Umsögn um 148. löggjafaþing 2017 – 2018. Þingskjal 45 – 45. mál. Tillaga til þingsályktunar um samræmingu verklags um fjarfundi á vegum ráðuneyta. Dagsett 13/3/2018
  3. Lagt fram til kynningar frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga; Umsögn um 148. löggjafaþing 2017 – 2018. Þingskjal 253 – 179. mál. Stjórnartillaga. Tillaga til  þingsálytkunar stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Dagsett 13/3/2018
  4. Lagt fram til kynningar; Álit skipulagsstofnunar – Allt að 6.800 tonna framleiðsla á laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi á vegum Háfells. Móttekið 3/4/2018.
  5. Til kynningar; Minnisblað af fundi vegna tengipunkts raforku, dagsett 19/3/2018
  6. Fundargerð af 11. fundi svæðisskipulagsnefndar frá 26/3/2018
  7. Skýrsla marsmánaðar frá sveitarstjóra og forstöðumönnum
  8. Fundargerð Ungmennaráðs frá 22/3/2018
  9. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 4/4/2018
  10. Fundargerð Fræðslunefndar frá 9/4/2018

  

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Ásta Þórisdóttir

Haraldur V. A. Jónsson

Ingibjörg Benediktsdóttir

Ingibjörg Emilsdóttir

Jón Gísli Jónsson

 


6. apríl  2018

 

Andrea Kristín Jónsdóttir

Sveitarstjóri

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón