A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sumarnámskeiđ

| 18. maí 2017
Í sumar verður boðið upp á tvö sumarnámskeið í samstarfi Strandabyggðar og Náttúrubarnaskólans.

Fyrir hádegi sér Strandabyggð um starfið en Náttúrubarnaskólinn eftir hádegið. Námskeiðin eru fyrir 6-12 ára börn og geta allir tekið þátt. Hægt er að taka þátt fyrir hádegi, eftir hádegi eða allan daginn, í eina eða tvær vikur.

Skipulagið er sem hér segir:
6.-9. júní Leiklistarnámskeið með Kristínu Lilju Sverrisdóttur fyrir hádegi og Náttúrubarnaskóli eftir hádegi.
12.-16. júní Kassabílasmiðja með angantý Erni Guðmundssyni fyrir hádegi og Náttúrubarnaskóli eftir hádegi.

Dagskipulagið er eftirfarandi:
08:30 Börnin geta mætt (staðsetning á Hólmavík verður nánar auglýst síðar).
09:00 Starfið hefst og stendur til kl 12 með leikjum og ávaxtastund.
12:00 Hádegismatur. Börnin geta borðað nesti á staðnum.
12:30 Náttúrubarnabíllinn leggur af stað á Sauðfjársetrið.
13:00 Starf Náttúrubarnaskólans hefst. Boðið er upp á kaffitíma.
17:00 Náttúrubarnabíllinn kemur aftur til Hólmavíkur.

Verð
Fyrir börn sem eiga foreldri með lögheimili í Strandabyggð:
Fyrri vika (4 dagar): 8.000 kr hálfur dagur og 12.000 kr allur dagurinn.
Seinni vika (5 dagar): 10.000 kr hálfur dagur og 15.000 kr allur dagurinn.

Fyrir börn sem ekki eiga foreldri með lögheimili í Strandabyggð:
Fyrri vika (4 dagar): 12.000 kr hálfur dagur og 16.000 kr allur dagurinn.
Seinni vika (5 dagar): 15.000 kr hálfur dagur og 20.000 kr allur dagurinn.

Börn sem taka þátt allan daginn báðar vikurnar borga þó aðeins 25.000 krónur ef foreldri á lögheimili í Strandabyggð.
Innifalið er kennsla, gögn, ávaxtastund fyrir hádegi, kaffitími eftir hádegi og Náttúrubarnastrætó.
Boðið er upp á 20% systkinaafslátt.

Skráning fer fram á þessum hlekk og lýkur 29. maí.


Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón