A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sumarbörn í Strandabyggð 2022-uppfærð frétt

Salbjörg Engilbertsdóttir | 20. maí 2022
Það verður nóg um að vera fyrir börn í Strandabyggð í sumar.

Fyrir unglinga verður Vinnuskóli, hálfan daginn í tvær vikur fyrir þau yngstu og allt upp í fullan vinnudag allt sumarið. Auk þess verða æfingar á vegum Geislans. Skapandi sumarstörf verða í boði og er um að ræða Tónlistarsmiðju með Óliver Bernburg, teikninámskeið með José Javier Minguez og þátttaka í vinnu við skúlptúraslóð.

Í júní verður fjölbreytt sumarstarf í boði fyrir yngri börn á grunnskólaaldri. Félagsmiðstöðin Ozon, Ungmennafélagið Geislinn og  Náttúrubarnaskólinn standa saman að því að bjóða upp á fjölbreyttan og skemmtilegan samfelldan dag frá 8:30-16 dagana 7.júní - 1. júlí. Börn geta skráð sig viku í senn og toppleiðbeinendur verða á öllum námskeiðshlutum og njóta aðstoðar stuðningsfulltrúa og vinnuskólanemenda eftir atvikum.

Gjaldtaka verður á námskeiðunum en alltaf er niðurgreitt að hluta fyrir börn foreldra með lögheimili á svæðinu. 

Skráningarform er hér og er frestur til að skila inn skráningu til og með 29. maí 2022

Umsjón sumarnámskeiða er í höndum Íþrótta- og tómstundafulltrúa í samvinnu við  Náttúrubarnaskólann, Umf Geislann og Hallberu Gunnarsdóttur og Ólivers Bernburg en Óliver er íslenskur tónlistarmaður búsettur í Danmörku og ætlar hann að starfa hjá okkur í maí og júní, hér má kynna sér hljómsveitina hans Aufori. Fyrstu þrjá dagana mun Margrét Hrafnsdóttir sjá um úti- og tónlistarsmiðjuna en Margrét er óperusöngkona og leiðsögumaður og hér má lesa meira um hana.


Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón