A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sumarbörn í Strandabyggđ

| 21. apríl 2021
Það verður nóg um að vera fyrir börn í Strandabyggð í sumar.

Fyrir unglinga verður Vinnuskóli, hálfan daginn í tvær vikur fyrir þau yngstu og allt upp í fullan vinnudag allt sumarið. Auk þess verða æfingar á vegum Geislans.

Í júní verður fjölbreytt sumarstarf í boði fyrir yngri börn á grunnskólaaldri. Félagsmiðstöðin Ozon, Ungmennafélagið Geislinn, Skíðafélag Strandamanna, Náttúrubarnaskólinn og Leikfélag Hólmavíkur standa saman að því að bjóða upp á fjölbreyttan og skemmtilegan samfelldan dag frá 8:30-16 dagana 7.-25. júní. Börn geta skráð sig viku í senn, á hálfan eða heilan dag eða jafnvel bara í ákveðna þætti dagskrárinnar. Toppleiðbeinendur verða á öllum námskeiðshlutum og njóta aðstoðar stuðningsfulltrúa og vinnuskólanemenda eftir atvikum.

Gjaldtaka verður á sumum námskeiðanna en alltaf er niðurgreitt að hluta fyrir börn foreldra með lögheimili á svæðinu. Við minnum á frístundastyrk sem hægt er að sækja um hjá félagsþjónustunni.

Öll börn geta skráð sig áfram í hádegismat á þessum tíma og greitt sama gjald og fyrir skólamáltíðir.

Nánar um dagskrá og skráningu þegar nær dregur.


Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón