A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Strandamenn hlaupa

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 26. ágúst 2013
Það er ekkert launungamál að íbúar Strandabyggðar og brottflutt fólk frá Ströndum er heilsuhraust og kraftmikið upp til hópa. Í nýafstöðnu Reykjavíkurmaraþoni tóku rúmlega tuttugu íbúar Strandabyggðar þátt, hið minnsta. Það gera 6% íbúa bæjarfélagsins á meðan heildarþátttaka á landsvísu var nær 4%.

Það er engin ástæða til að leggja hlaupaskóna á hilluna að þessu loknu. Nær væri að hnýta á sig skóna meðan hlaupastemmningin er enn allsráðandi og stefna að þátttöku að ári. Klukkan 17:00 í dag ætlar hlaupahópurinn Margfætlurnar að fara í létt hlaup frá Íþróttamiðstöðinni, að því búnu verður fundað um vetrarstarf hópsins.

Til hamingju allir sem hlupu og allir sem ætla að byrja núna.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« September 2020 »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nćstu atburđir

Vefumsjón