A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Strandabyggđ tekur ţátt í Brothćttum byggđum

| 22. janúar 2020

Margir þekkja verkefni Byggðastofnunar; Brothættar byggðir, aðeins af afspurn.  Verkefnið hefur gengið frá árinu 2015 og hafa eftirfarandi staðir tekið þátt:  Árneshreppur, Bakkafjörður, Bíldudalur, Borgarfjörður eystri, Breiðdalshreppur, Grímsey, Hrísey, Raufarhöfn, Skaftárhreppur, Þingeyri og Öxarfjarðarhérað.

Megin markmiðið verkefnisins  er að  stöðva  viðvarandi  fólksfækkun  í smærri  byggðakjörnum  og  í  sveitum  landsins. Veittir eru verkefnastyrkir, boðið er upp á ráðgjöf, haldnir íbúafundir og hvatt til almennrar umræðu um þróun atvinnu- og mannlífs á viðkomandi svæði.  Verkefnið miðar  að  víðtæku  samráði  og  því  að  virkja þekkingu og getu íbúa byggðarlaga til að móta framtíðarsýn, markmið og lausnir.  Mikilvægt að fá fram skoðanir íbúanna sjálfra á framtíðarmöguleikum heimabyggðarinnar og leita lausna á þeirra forsendum í samvinnu við ríkisvaldið, landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélag, sveitarfélagið, brottflutta íbúa og aðra, eins og segir á heimasíðu Byggðastofnunar; www.byggdastofnun.is

Strandabyggð sótti um aðild að verkefninu árið 2014 en komst ekki inn þá og hefur umsóknin legið inni hjá Byggðastofnun síðan.  Nú er hins vegar komið að því að Strandabyggð taki þátt, sem fyrr segir og er gert ráð fyrir að skrifað verði undir samninga þar að lútandi á næstu dögum.  Í kjölfar þess, verður mynduð verkefnisstjórn og hefur sveitarstjórn ákveðið að gefa íbúum Strandabyggðar kost á að bjóða sig fram til setu í þeirri verkefnastjórn.  Nánar er sagt frá því í annari frétt á heimasíðu Strandabyggðar.

Mikil áhersla er lögð á þátttöku íbúa í verkefninu, m.a. í gegn um setu þeirra í verkefnastjórn sem fyrr segir, á íbúaþingum og með beinum hætti í umræðu um atvinnuþróun og mannlíf.  Í því fellst í raun tækifærið og það er okkar að grípa það.

Sumum kanna að þykja nafnið, Brothættar byggðir, neikvætt og merki um eitthvað sem sé farið, brotið.  Svo er hins vegar ekki, því það sem er brothætt, er ekki brotið.  Aðeins viðvæmt.  Við kjósum að líta á verkefnið sem tækifæri.  Tækifæri fyrir sveitarfélagið og íbúa þess að móta áherslur í uppbyggingu atvinnu- og mannlífs, tækifæri til að móta nýjar hugmyndir, ný fyrirtæki, skapa umræðu um sérstöðu og sérkenni Strandabyggðar og draga fram mynd af því samfélagið sem hér getur þróast.

Við tökum því verkefninu Brothættar byggðir fagnandi og ætlum okkur að nýta það Strandabyggð til framdráttar.

Hér má sjá frétt á vef Byggðastofnunar um þátttöku Strandabyggðar í verkefninu.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón