A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Strandabyggđ auglýsir afleysingastöđu í starf íţrótta- og tómstundafulltrúa.

Ţorgeir Pálsson | 01. febrúar 2024

Auglýst er eftir starfskrafti til að sinna starfi íþrótta- og tómstundafulltrúa í afleysingum í 6 mánuði. Um er að ræða allt að 70% stöðugildi.

 

Starfslýsing:

  • Starfsmaður ber ábyrgð á rekstri íþróttamiðstöðvarinnar, sundlaugar, tjaldsvæðis, tómstundastarfs og félagsstarfi aldraðra, í samstarfi við umsjónarmann íþróttamannvirkja og umsjónarmenn félagsmiðstöðvar og starfsemi eldri borgara
  • Starfsmaður er ábyrgur fyrir þeim framkvæmdum sem sveitarstjórn hefur samþykkt og fram koma í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2024.  Samráð skal haft við sveitarstjóra um framkvæmd þessara verkefna
  • Starfsmaður skal sjá um skipulagningu sumarstarfsemi, ráðningar sumarstarfsfólks og skipulag þjónustu á tjaldsvæði- og íþróttamiðstöð, í samráði við sveitarstjóra, formann tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar (TÍM) og starfsmenn sveitarfélagsins.

Laun og almennar kröfur:

  • Laun greiðast samkvæmt kjarasamningum Sambands sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags
  • Starfsmaður þarf að hafa reynslu af starfsmannahaldi og rekstri.  Öll frekari menntun er kostur
  • Starfsmaður þarf að vera lipur í mannlegum samskiptum og hafa hreina sakaskrá.

Tímabil:

  • Viðkomandi þarf að geta hafið störf ekki síðar en 1. mars n.k. og er starfstíminn þá 1. mars til 1. september 2024.  Framlenging er ekki útilokuð.

Umsóknum skal skilað á skrifstofu strandabyggðar eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is fyrir kl 16 föstudaginn 16. febrúar n.k. merktar „íþrótta- og tómstundafulltrúi“

 

Allar frekari upplýsingar veita Salbjörg Engilbertsdóttir salbjorg@strandabyggd.is eða Sigríður Jónsdóttir sigridur@strandabyggd.is

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón