A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Stóraukin þjónusta Sorpsamlags Strandasýslu á Hólmavík

| 04. desember 2011
Unnur Ólafsdóttir í Miðhúsum var ánægð með þessa auknu þjónustu þegar fréttaritari hitti hana um helgina. Myndir IV.
Unnur Ólafsdóttir í Miðhúsum var ánægð með þessa auknu þjónustu þegar fréttaritari hitti hana um helgina. Myndir IV.
« 1 af 2 »
Nú hefur Sorpsamlag Strandasýslu opnað fyrir flokkun beint inn í húsið á Skeiði 3 á Hólmavík eins og lengi hefur staðið til. Forsvarsmenn Sorpsamlagsins vona að þetta komi sér vel fyrir þá sem eru að flokka og benda hinum sem enn eru ekki farnir að flokka sinn úrgang á að nú er ekkert því til fyrirstöðu að hefjast handa.

,,Við erum þess fullviss að flokkunin verður eins vönduð og verið hefur þó þessi breyting verði, enda hefur þessi aðferð gengið mjög vel á þeim stöðum þar sem gámar eru staðsettir. Við hvetjum fólk til að lesa vel leiðbeiningar um flokkun" kemur fram í tilkynningu frá Sorpsamlaginu sem dreift hefur verið inn á heimili á svæðinu.  

Opnunartími á móttökustöðinni mun nú breytast og verður ekki opið á miðvikudögum en næsta laugardagsopnun verður 10. desember n.k. Í framhaldi af því verða opnunartímar auglýstir nánar. Ef um mikið magn af endurvinnanlegum úrgangi er að ræða vill Sorpsamlagið biðja fólk um að hafa samband og finna tíma fyrir móttöku frekar en að setja allt inn um lúgurnar.

Þar sem vetur er genginní garð vill starfsfólk Sorpsamlagsins minna íbúa á að hreinsa snjó frá sorpílátum sínum á sorphirðudögum. Þrátt fyrir að starfsfólk Sorpsamlagsins sé öllum hnútum kunnugt þegar kemur að sorpílátum vill það biðja fólk um að festa tunnur sínar með öðru en bandi þar sem tímafrekt er að leysa marga hnúta. Kunna Sorpsamlagsmenn ýmsar aðferðir við að festa tunnur sem þeir geta leiðbeint fólki með. 

Íbúum er bent á að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna, hvort sem um er að ræða flokkun eða eitthvað annað sem snýr að þjónustu Sorpsamlagsins í síma 893 3531 og 8940031.




Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón