A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sterkar Strandir

Ţorgeir Pálsson | 20. október 2023
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Eins og fram hefur komið, hefur Sveitarstjórn Strandabyggðar sótt um áframhaldandi aðild að verkefninu Brothættar byggðir, eða Sterkar Strandir, eins og það heitir hjá okkur. Sótti ég þess vegna fund í sl viku með forstjóra og starfsmönnum Byggðastofnunar.  Mikilvægi verkefnisins fyrir okkar samfélag er óumdeilt, þar sem það gefur almenningi færi á að koma fram með nýjar verkefnahugmyndir og fá styrki til að koma þeim af stað.

Nokkur umræða hefur verið um þessar styrkveitingar að undanförnu og hafa fulltrúar stofnana í verkefninu því viljað koma á framfæri upplýsingum um það verklag sem stuðst er við, þegar umsóknir eru metnar og styrkúthlutanir ákveðnar.  Þessar upplýsingar má nálgast hér.

Einnig má sjá almennar upplýsingar um verkefnið hér á heimasíðu Vestfjarðastofu.  Í ársskýrslu Sterkra Stranda frá 2022, má líka sjá upplýsingar um styrkúthlutanir þess árs og fyrri ára.  Sá tengill er hér.  Styrkúthlutanir 2023 eru síðan hér.

Til að einfalda yfirsýn yfir þessar styrkúthlutanir, hef ég tekið þær allar saman í eina töflu, sem má finna hér.

Vonandi verða þessar upplýsingar til að upplýsa íbúa Strandabyggðar og aðra um eðli þessara styrkja og styrkhafa undanfarinna ára.  Þessum styrkjum má ekki rugla saman við þá beinu styrki sem Strandabyggð hefur veitt í áraraðir, þó um sömu styrkhafa sé þar oft að ræða.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddvitiKönnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón