A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Starfsmannamál – forstöđumađur íţróttamiđstöđvar

| 03. júní 2015

Hrafnhildur Skúladóttir hefur verið ráðin tímabundið í starf forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Strandabyggðar í fjarveru Gunnars S. Jónssonar. Hrafnhildur hefur haldgóða reynslu að baki sem nýtist henni í starfinu en hún hefur m.a. unnið við íþróttahús Ísfirðinga á Torfnesi þar sem hún leysti forstöðumann af reglulega jafnt sumar sem vetur, unnið í Sundhöll Ísfirðinga sem og Íþróttamiðstöð Þingeyrar þar sem er sundlaug og íþróttahús. Hrafnhildur hefur einnig unnið við hótelstjórnun og ýmiskonar ferðaþjónustu, rekstur upplýsingamiðstöðvar og verið framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestur Ísfirðinga auk annarra starfa.

Um leið og við óskum Hrafnhildi góðs gengis þá bjóðum við hana velkomna til starfa.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón