A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Starfsáætlun Strandabyggðar

| 11. janúar 2019

Starfsáætlun Strandabyggðar

Kæru íbúar Strandabyggðar og aðrir áhugamenn um lífið í Strandabyggð,

Nú er Starfsáætlun Strandabyggðar 2019 komin út og er öllum aðgengileg á heimasíðu Strandabyggðar: http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/skra/1428/


Þarna kemur fram ýmislegt um forsendur og framkvæmd starfsáætlunarinnar, helstu verkefnin sem við vinnum nú að og ætlum að ráðast í á næstunni og hvað þarf til svo að við náum árangri í okkar starfi.  Þarna eru einnig góðar upplýsingar um stjórnskipulag Strandabyggðar, nefndarskipan, yfirstjórn og í rauninni má þarna lesa sig til um stefnu og skipulag Strandabyggðar 2019.

Það er mikilvægt að íbúar séu meðvitaðir og upplýstir um þau verkefni sem við setjum fjármuni í á næstu mánuðum.  Það er líka gott að hafa í huga, að þó starfsáætlunin sé nokkuð ítarleg, þá er margt annað sem gerist og verður gert í sveitarfélaginu sem ekki kemur fram þarna, en verður okkur sýnilegt þegar líður á árið.

Hitaveita

Eitt verkefni langar mig til að nefna sérstaklega og það er hugsanleg hitaveita.  Í starfsáætluninni kemur fram að við áætlum nokkrar milljónir í það verkefni nú á árinu.  Þeirri upphæð er ætlað að dekka kostnað við undirbúning, álagsprófun á holunni og samningagerð. Það er reiknað með að ISOR (Íslenskar Orkurannsóknir) komi hingað í næstu viku og framkvæmi vettvangsskoðun í Hveravík, auk þess að undirbúa álagsprófun og mælingar á afköstum holunnar.  Sú prófun tekur sjálfsagt 2-3 mánuði og að þeim tíma liðnum vitum við betur hvort farið verður af stað í hitaveituframkvæmdir eða ekki.  Fari svo, sem við vonum, að þarna sé nægilegur hiti og að arðsemi verkefnisins sé ásættanleg, verður hafist handa við frekari undirbúning.  Við munum upplýsa betur um þá þróun mála þegar álagsprófunin er afstaðin og niðurstað hennar liggur fyrir.


Ég hvet ykkur til að skoða starfsáætlunina og hikið ekki við að hafa samband ef þið viðjið spyrja nánar út í einstaka lið hennar, koma með innlegg eða ábendingar. 


Kveðja

F.h. Sveitarstjórnar Strandabyggðar

Þorgeir Pálsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón