A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Söngkeppni í Bragganum nćsta laugardag

| 03. október 2011
Barbara Guđbjartsdóttir vann keppnina í fyrra - ljósm. strandir.is
Barbara Guđbjartsdóttir vann keppnina í fyrra - ljósm. strandir.is
Laugardaginn 8. október verður karaoke-keppni Café Riis haldin í sjöunda sinn í Bragganum á Hólmavík. Tugir keppenda hafa stigið á svið, en sigurvegarar fyrri ára eru Stefán Steinar Jónsson, Sigurður Vilhjálmsson, Salbjörg Engilbertsdóttir, Árdís Rut Einarsdóttir, Eyrún Eðvaldsdóttir og Barbara Ósk Guðbjartsdóttir. Til að hægt sé að halda keppnina þarf hins vegar fyrst að fá keppendur til leiks og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við Báru í s. 897-9756. Sveitarfélagið Strandabyggð hvetur starfsmenn sína til að taka þátt - því það er svo gaman!

Atriðin mega innihalda einstaklinga, dúetta, sönghópa, gógópíur, dansara, lífverði og hver þau hlutverk sem menn vilja draga fram í dagsljósið. Engin takmörk eru sett á listræna tjáningu eða búningaglamúr - meira er betra og skrítnara er skemmtilegra.  

Hægt verður að æfa í Bragganum hvenær sem er fram að keppniskvöldinu. Þar verður jafnframt hægt að nálgast nokkur hundruð karaoke-lög á diskum, en einnig geta þeir allra hörðustu keypt lög á öruggum vefsíðum eins og www.karaoke-version.com.
 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón