A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Söfnun fyrir útsendingarbúnaði að verða lokið

| 20. mars 2012
Hólmavíkurkirkja 2012, mynd IV
Hólmavíkurkirkja 2012, mynd IV
Söfnun fyrir flatskjá og útsendingarbúnaði úr Hólmavíkurkirkju yfir í Heilbrigðisstofnunina á Hólmavík sem núna stendur yfir í Strandabyggð er á lokasprettinum og hefur gengið afar vel. Alls hafa safnast kr. 795.000 en með búnaðinum verður unnt að senda út alla viðburði og athafnir í Hólmavíkirkju til íbúa á Heilbrigðisstofnuninni. Fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklingar á Ströndum geta lagt þessu brýna og góða málefni lið en áætlaður kostnaður er um 1 milljón króna.


Hægt er að leggja inn á söfnunarreikning í Sparisjóði Strandamanna nr. 1161-15-200550, kt. 200282-4269.


Eftirtaldir aðilar eru styrktaraðilar verkefnisins:
Afmælistónleikar Viðars Guðmundssonar (Kór Hólmavíkurkirkju, Söngbræður, Reykholtskórinn)
Hólmadrangur
Hlökk efh.
Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík
Lionsklúbbur Hólmavíkur
Sparisjóður Strandamanna
Sveitarfélagið Strandabyggð

Þá hafa Kvenfélagið Glæður og Hólmavíkurkirkja lýst yfir þátttöku í söfnuninni auk þess sem fleiri aðilar hafa hug á að leggja til vinnuframlag. Frekari upplýsingar gefa Viðar Guðmundsson í síma 696 6937 og Ingibjörg Valgeirsdóttir í síma 616 9770.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón