A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Slökkviliđsćfing á Hólmavík

| 23. ágúst 2019
« 1 af 3 »

Fyrsta æfing slökkviliðstjóra með Slökkviliði Hólmavíkur var haldin í gær, fimmtudaginn 22. ágúst.  Æfingin var gott tækifæri fyrir slökkviliðsstjóra að kynnast mannskapnum og öfugt.

 

Megin tilgangur æfingarinnar var að æfa uppsetningu á slökkvibifreiðum á brunastað, vatnsöflun frá brunahana og að koma slöngum frá bíl að brunastað. Æfingarsvæðið var planið fyrir utan vinnslu Hólmadrangs. Æfingin gekk út á að stilla upp slökkvibílum og setja út slöngur við hús Hólmadrangs þar sem líklegast væri komið að, ef um eld væri að ræða.

 

Æfingin gekk vel, var skemmtileg og gefandi og skilaði því sem lagt var upp með.

 

Kveðja
Ívar Örn Þórðarson
Slökkvliðisstjóri

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón