A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skrifstofa Strandabyggđar flytur

| 13. janúar 2011
Á sveitarstjórnarfundi i gær, miðvikudaginn 12. janúar 2011, var samþykkt tillaga um flutning á skrifstofu Strandabyggðar í húsnæði Þróunarsetursins á Hólmavík að Höfðagötu 3, en það hús er í eigu sveitarfélagsins. Þegar leitað var eftir hugmyndum frá íbúum í haust um hagræðingu og sparnað í sveitarfélaginu komu fram tillögur um að flytja skrifstofuna frá Hafnarbraut 19 og nýta húsnæðið þar fyrir íbúð eins og áður var gert. Með þeim hætti gæti sveitarfélagið komið til móts við brýna húsnæðisþörf á Hólmavík og fengið jafnframt inn leigutekjur. Þá hefur slæmt aðgengi fatlaðra að skrifstofu Sveitarfélagsins að Hafnarbraut 19 mætt harðri gagnrýni. Skrifstofa Strandabyggðar verður staðsett á annarri hæð Þróunarsetursins og er aðgengi fatlaðra þar einnig ófullnægjandi. Sveitarstjórn sér möguleika á að bæta aðgengi í þvi húsnæði og verður það gert eins fljótt og auðið er.

Stefnt er að því að flutningarnir fari fram fyrir 1. febrúar n.k. og að húsnæðið að Hafnarbraut 19 verði tilbúið til útleigu á þeim tíma. Vonast er til að flutningarnir valdi sem minnstri röskun á þjónustu skrifstofunnar en viðbúið er að hún verði einhver.

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón