A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skrifstofa Strandabyggđar - opiđ hús!

| 17. febrúar 2021
Kær íbúar Strandabyggðar,

Eins og sagt hefur verið frá og ykkur er sjálfsagt kunnugt, flutti skrifstofa Strandabyggðar rétt fyrir jólin í húsnæðið að Hafnarbraut 25.  Við erum búin að koma okkur nokkuð vel fyrir þar og viljum því gjarnan bjóða íbúum að kíkja í heimsókn og sjá aðstöðuna. 

Mánudaginn 22. febrúar og þriðjudaginn 23. febrúar, verður því opið hús á skrifstofutíma, kl 10-14 og við hvetjum íbúa til að kíkja við og skoða. 

Vinsamlegast viðhafið sóttvarnir og notið grímu, takk.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Kveðja
Starfsfólk skrifstofu Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón