A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skráning á sumarnámskeiđ

| 31. maí 2021
Opnað hefur verið fyrir skráningar á sumarnámskeið í Strandabyggð. Skráningarskjalið er að finna hér: https://forms.gle/yx6h1SLstf9yJaTv7

Í boði eru fjölbreytt námskeið fyrir börn á öllum aldri; Íþróttir- og leikir, Náttúrubarnaskóli, stuttmyndagerð, leiðtogaþjálfun, skíði og sirkus svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess er Geislinn með námskeið og heldur utan um eigin skráningu. Á öllum námskeiðum starfa úrvalsleiðbeinendur sem eru vanir að vinna með börnum og njóta aðstoðar ungmenna úr Vinnuskólanum.

Hægt er að skrá sig í hádegismat meðan á námskeiðum stendur.

Við miðum við að taka saman skráningu á námskeið hverrar viku miðvikudaginn fyrir og sendum í kjölfarið út nákvæmari upplýsingapóst.

Öllum börnum er velkomið að skrá sig á námskeiðin en Strandabyggð niðurgreiðir 5.000 kr. á hvert námskeið fyrir börn forsjáraðila sem búa í sveitarfélaginu.

Góða skemmtun og gleðilegt sumar!

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón