A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skólaskjól

| 25. október 2016

Skólaskjól er frístundaheimili  sem býður þjónustu í frítíma barna. Þar er áhersla lögð á fjölbreyttan leik þar sem val barnsins hefur áhrif á framboð. Skólaskjól hefur ekki hafið starfsemi í vetur þar sem ekki næst að fá starfsfólk til að sinna daglegu starfi. Starf tómstundafulltrúa í vetur hefur því snúið að því að finna varanlega lausn á starfsmannamálum í samstarfi við sveitastjórn.

Á fundi Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar 10. október var ákveðið að vinna eftir nýju verklagi næsta vor þar sem auglýst verður og ráðið í heildstætt starf stuðningsfulltrúa og starfsmanns Skólaskjóls. Einnig er áætlað að ráða verkefnastjóra sem mun sinna því að koma Samfelldum degi barnsins í framkvæmd þar sem skóla-, tómstunda- og íþróttastarf er samþætt.

Munu þessar breytingar vonandi leiða af sér að Skólaskjól mun opna án vandræða skólaárið 2017-2018. Því miður mun Skólaskjól ekki opna að sinni þennan veturinn á meðan ekki fæst starfsfólk. Aftur á móti hafa Tómstundafulltrúi, Íþróttamiðstöðin og Grunnskóli Hólmavíkur tekið höndum saman og munu bjóða upp á þjónustu í kringum Geislaæfingar. Börnum í 1.-4. bekk verður boðið upp á fylgd úr skólanum í íþróttahúsið og í boði verður síðdegishressing eftir æfingar í íþróttahúsinu. Frekari upplýsingar um það verða sendar til foreldra.

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón